Gorgías (forngrísku: Γοργίας, um 490-385 f.Kr.) var forngrískur mælskufræðingur og að mati sumra fræðari (sófisti) og heimspekingur.[1]

Gorgías var frá Leontíní á Sikiley. Sumar heimildir herma að Gorgías hafi verið nemandi Empedóklesar. Gorgías flutti mælskufræðina frá Sikiley til Aþenu.

Um það sem ekki er

breyta

Gorgías samdi rit sem nú er glatað: Um eðlið eða það sem ekki er. Ritið er háðsádeila á elíska einhyggju Parmenídesar. Varðveitt er endursögn annarra á meginefni verksins, t.d. hjá Sextosi Empeirikosi og í verkinu Um Melissos, Xenofanes og Gorgias, sem er eignað Aristótelesi. Kenning Gorgíasar mun hafa verið eftirfarandi:

  1. Ekkert er til;
  2. Enda þótt eitthvað væri til væri ekkert hægt að vita um það; og
  3. Enda þótt eitthvað væri hægt að vita um það væri ekki hægt að greina frá því.

Gagnrýnendur

breyta

Helsti gagnrýnandi Gorgíasar var Platon, sem tileinkaði Gorgíasi samræðu sem nefnd er eftir honum, Gorgías. Gagnrýni Platons er einkum sú að Gorgías sé mælskufræðingur en mælskufræðin beinist að því að gleðja áheyrandann og/eða sannfæra hann en heimspekin leiti hins vegar sannleikans.

Aristóteles gagnrýnir Gorgías einnig og telur hann til fræðaranna.

Tilvísanir

breyta
  1. Ekki allir fræðimenn eru sammála því að Gorgías hafi verið fræðari. Sjá Dodds, E.R., „Introduction” í Plato, Gorgias, E.R. Dodds (ritstj.) (Oxford: Clarendon Press, 1959): 1-67.

Tenglar

breyta


Forverar Sókratesar
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.