Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
íslensk leik- og sjónvarpskona
(Endurbeint frá Steinunn Ó. Þorsteinsdóttir)
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (f. 2. júlí 1969) er íslensk leikkona. Hún var með spjallþátt[1] á laugardagskvöldum á undan Spaugstofunni á sínum tíma.[heimild vantar] Steinunn hefur leikið í ýmsum þáttum og kvikmyndum. Hún lék meðal annars í þáttunum Fangar.[2] Steinunn var gift Stefáni Karli Stefánssyni, leikara og þau ólu upp 4 börn.[3] Steinunn átti 2 börn fyrir.[1] Hún fékk Grímu verðlaunin 2004 fyrir leik í aukahlutverki fyrir sýninguna Ríkarður þriðji.[4] Steinunn bauð sig fram í í forsetakosningunum árið 2024
Steinunn er dóttir Bríetar Héðinsdóttur, leikkonu og leikstjóra, og Þorsteins Þorsteinssonar, kennara og þýðanda.[5]
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
breytaSteinunn hefur leikið í eftirfarandi kvikmyndum og sjónvarpsþáttum:[2]
Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1996 | Sigla himinfley | Malín | |
Áramótaskaupið 1996[heimild vantar] | |||
1997 | Perlur og svín | Eygló | |
1998 | Áramótaskaupið 1998[6] | ||
1999 | Áramótaskaupið 1999[heimild vantar] | ||
2000 | Ikíngut | Verkakona | |
2002 | Litla lirfan ljóta | Kóngulóin | |
2005 | Bjólfskviða | Wealtheow | |
2015 | Réttur | Gabríela | |
2015- 2016 | Ófærð | Aldís | |
2017 | Fangar | ||
2017-2021 | Stella Blómkvist | Edda | |
2019 | Eden | Móðir Viggu | |
2021 | Hvernig á að vera klassa drusla | ||
2021 | Leynilögga | Lögreglukona | |
2021 | Verbúð[heimild vantar] | Jóna Margrét | |
2021-2022 | Svörtu sandar | Elín | |
2022 | Vitjanir[heimild vantar] | Inga | |
2023 | Afturelding |
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Ekki ást við fyrstu sýn - RÚV.is“. RÚV. 27. nóvember 2017.
- ↑ 2,0 2,1 „Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir“. Kvikmyndavefurinn.
- ↑ „Veikindi Stefáns Karls langt gengin“. www.mbl.is.
- ↑ „Verðlaunahafar 2004“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2012.
- ↑ Júlía Margrét Einarsdóttir (3. ágúst 2023). „Hefur aldrei haft eins gaman af því að vinna í leikhúsi - RÚV.is“. RÚV.
- ↑ „Engu upp lokið fyrr en á hinsta kvöldi ársins“. Morgunblaðið. 23-12-1998.
Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.