Ikíngut er íslensk kvikmynd um vináttu íslensks stráks og grænlensks stráks. Myndin gerist á miðöldum á Íslandi og fjallar um atburð þegar lítill grænlenskur strákur, kallaður Ikíngut, kemur í lítið sjávarþorp á Íslandi með ísjaka. Sjávarþorpið er hjátrúafullt og vegna óvenjulegs útlits Ikíngut telja þorpsbúar hann hafa í sér illa anda. Þegar Ikíngut bjargara íslenskum strák, Bóas, úr snjóflóði verða þeir vinir. Bóas berst gegn mótlætinu sem Ikíngut fær í þorpinu, en þorpsbúar vilja handsama hann og jafnvel drepa hann. Orðið Ikíngut er grænlenskt og merkir "Vinur".

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.