Nándarstaða og firðstaða
Nándarstaða og firðstaða eru þeir staðir á sporbaugi hlutar um þungamiðju þar sem hlutirnir eru nálægastir hvorum öðrum (nándarstaða) eða fjarlægastir (firðstaða). Alþjóðlega er algengast að grísku orðin periapsis (nándarstaða) og apoapsis (firðstaða) séu notuð. Ef átt er við hluti á sporbaugi um sólu, líkt og reikistjörnur, er gjarnan talað um sólnánd (gr. perihelion) þeirra og sólfirrð (gr. aphelion). Ef um er að ræða hluti á sporbaugi um jörðu er sömuleiðis talað um jarðnánd (gr. perigee) og jarðfirrð (gr. apogee).
Nándar- og firðstöður í sólkerfinu
breytaTaflan sýnir fjarlægð reikistjarna og dvergreikistjarna frá sólu á nándarstöðu þeirra og firðstöðu.[1]
Tegund | Nafn | Nándarstaða | Firðstaða |
---|---|---|---|
Reikistjörnur | Merkúríus | 46.001.009 km | 69.817.445 km |
Venus | 107.476.170 km | 108.942.780 km | |
Jörðin | 147.098.291 km | 152.098.233 km | |
Mars | 206.655.215 km | 249.232.432 km | |
Júpíter | 740.679.835 km | 816.001.807 km | |
Satúrnus | 1.349.823.615 km | 1.503.509.229 km | |
Úranus | 2.734.998.229 km | 3.006.318.143 km | |
Neptúnus | 4.459.753.056 km | 4.537.039.826 km | |
Dvergreikistjörnur | Seres | 380.951.528 km | 446.428.973 km |
Plútó | 4.436.756.954 km | 7.376.124.302 km | |
Makemake | 5.671.928.586 km | 7.894.762.625 km | |
Hámea | 5.157.623.774 km | 7.706.399.149 km | |
Eris | 5.765.732.799 km | 14.594.512.904 km |
Heimildir
breyta- ↑ „NASA planetary comparison chart“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. janúar 2015. Sótt 10. janúar 2013.