Stjörnubreidd
Stjörnubreidd (enska declination), táknuð með δ, er breiddargráða himinfyrirbæris miðað við miðbaug himins. Hún er óháð athugunarstað og tíma, ef um skemmri tímabil er að ræða. Stjörnubreidd er mæld jákvæð fyrir norðan miðbaug en neikvæð fyrir sunnan. Miðbaugshnit himintungla eru gefin sem stjörnubreidd og tímahorn.