Júpíter (reikistjarna)
- Fyrir rómverska guðinn, sjá Júpíter (guð).
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu talið og sú stærsta, en einnig sú innsta af gasrisum sólkerfisins. Heildarrúmmál Júpíters er meira en samanlagt rúmmál allra hinna reikistjarnanna og massi hans er 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi þeirra allra. Júpíter er þriðji bjartasti náttúrulegi hluturinn sem sést á næturhimni Jarðar, á eftir Tunglinu og Venus. Júpíter er nefndur eftir rómverskum konungi guðanna vegna stærðar sinnar. Í kínverskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hann nefndur „viðarstjarnan“, byggt á frumefnunum fimm.[12][13][14]
Einkenni sporbaugs[4][5] | |||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Viðmiðunartími J2000 | |||||||||||||||
Sólnánd | 740.573.600 km | ||||||||||||||
Sólfirrð | 816.520.800 km | ||||||||||||||
Hálfur langás | 778.547.200 km | ||||||||||||||
Miðskekkja | 0,048775 | ||||||||||||||
Umferðartími | |||||||||||||||
Sólbundinn umferðartími | 398,88 days[2] | ||||||||||||||
Meðal sporbrautarhraði | 13,07 km/s[2] | ||||||||||||||
Meðalbrautarhorn | 18,818° | ||||||||||||||
Brautarhalli |
| ||||||||||||||
Rishnútslengd | 100,492° | ||||||||||||||
Stöðuhorn nándar | 275,066° | ||||||||||||||
Tungl | 67 | ||||||||||||||
Eðliseinkenni | |||||||||||||||
Miðbaugsgeisli | |||||||||||||||
Heimskautageisli | |||||||||||||||
Pólfletja | 0,06487 ± 0,00015 | ||||||||||||||
Flatarmál yfirborðs | |||||||||||||||
Rúmmál | |||||||||||||||
Massi | |||||||||||||||
Þéttleiki | 1,326 g/cm3[2][7] | ||||||||||||||
Þyngdarafl við miðbaug | 24,79 m/s2[2][7] 2,528 g | ||||||||||||||
Lausnarhraði | 59,5 km/s[2][7] | ||||||||||||||
Snúningshraði við miðbaug | 12,6 km/s 45,3 km/klst | ||||||||||||||
Möndulhalli | 3,13°[2] | ||||||||||||||
Stjörnulengd norðurpóls | 268,057°[6] | ||||||||||||||
Stjörnubreidd norðurpóls | 64,496°[6] | ||||||||||||||
Endurskinshlutfall | 0,343 (Bond) 0,52 (gagnsk.)[2] | ||||||||||||||
| |||||||||||||||
Sýndarbirta | -1.6 til -2.94[2] | ||||||||||||||
Sýndarþvermál | 29.8" — 50.1"[2] | ||||||||||||||
Lofthjúpur[2] | |||||||||||||||
Loftþrýstingur við yfirborð | 20–200 kPa[11] (skýjalag) | ||||||||||||||
Stigulshæð | 27 km | ||||||||||||||
Samsetning |
|
Efni Júpíters er að mestu gas, en fyrir innan allt þetta gas er lítill kjarni úr þyngri efnum.[15] Líkt og á öðrum risaplánetum er ekkert skilgreint fast yfirborð á Júpíter. Samdráttur fastefnis á Júpíter myndar meiri hita en hann fær frá Sólinni. Gasský hans eru úr mörgum mismunandi efnasamböndum, þar á meðal vetni, helíum, koltvísýringi, vatnsgufu, metangasi, ammoníakís og ammóníumhýdrósúlfíði. Algengasta efnið er vetni, en helín myndar fjórðung massa hans og tíunda hluta ummálsins. Snúningur Júpíters fletur hann aðeins út. Sýnilegt einkenni á gashjúpnum umhverfis Júpíter er að hann skiptist í mislita borða eftir breiddargráðum, en á mótum þeirra sjást kvikur og hringiður. Stóri rauði bletturinn á Júpíter er risastormur sem hefur verið til að minnsta kosti frá 17. öld þegar hann sást fyrst í sjónauka.
Það tekur Júpíter 10 klukkustundir að snúast um sjálfan sig. Eitt ár á Júpíter (sá tími sem það tekur hann að fara einn hring um sólu) er jafnlangt og 11,9 ár á jörðinni.
Umhverfis Júpíter er ógreinilegur plánetuhringur og öflugt segulsvið. Segulhvolfshali Júpíters er nær 800 milljón km að lengd og nær alla leið að sporbraut Satúrnusar. Júpíter hefur í það minnsta 80 þekkt tungl, en líklega eru þau miklu fleiri.[16] Þau þekktustu og stærstu eru Íó, Evrópa, Ganýmedes og Kallistó, sem Galileo Galilei uppgötvaði á 17. öld. Stærsta tunglið, Ganýmedes, er stærra en reikistjarnan Merkúr.
Tilvísanir
breyta- ↑ Courtney Seligman: „Rotation Period and Day Length“. [skoðað 2009-08-13].
- ↑ 2,00 2,01 2,02 2,03 2,04 2,05 2,06 2,07 2,08 2,09 2,10 2,11 2,12 2,13 Dr. David R. Williams: „Jupiter Fact Sheet“. NASA, 16. nóvember 2004, [skoðað 2007-08-08].
- ↑ „The MeanPlane (Invariable plane) of the Solar System passing through the barycenter“. [skoðað 2009-04-10]. (produced with Solex 10 written by Aldo Vitagliano; see also Invariable plane)
- ↑ Donald K. Yeomans: „HORIZONS Web-Interface for Jupiter Barycenter (Major Body=5)“. 2006-07-13, [skoðað 2007-08-08].
- ↑ Upplýsingar um sporbraut miðast við samþungamiðju Júpíterkerfisins fremur en miðju reikistjörnunnar. Það er vegna þess að samþungamiðjan er stöðugri en miðja reikistjörnunnar sem verður fyrir þyngdaráhrifum af tunglunum.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 6,3 Seidelmann o.fl.. „Report of the IAU/IAG Working Group on cartographic coordinates and rotational elements: 2006“. Celestial Mechanics and Dynamical Astronomy. 98 (3), júlí 2007.
- ↑ 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 7,5 7,6 Refers to the level of 1 bar atmospheric pressure
- ↑ „Solar System Exploration: Jupiter: Facts & Figures“.
- ↑ „Astrodynamic Constants“. [skoðað 2007-08-08].
- ↑ „Report of the IAU/IAG Working Group on Cartographic Coordinates and Rotational Elements of the Planets and Satellites: 2000“. [skoðað 2007-02-02].
- ↑ Anonymous. „Probe Nephelometer“. Galileo Messenger, March 1983. [skoðað 2007-02-12].
- ↑ De Groot, Jan Jakob Maria (1912). Religion in China: universism. a key to the study of Taoism and Confucianism. bls. 300. Sótt 8. janúar 2010.
- ↑ Crump, Thomas (1992). The Japanese numbers game: the use and understanding of numbers in modern Japan. bls. 39–40. ISBN 978-0-415-05609-0.
- ↑ Hulbert, Homer Bezaleel (1909). The passing of Korea. Doubleday, Page & Company. bls. 426. Sótt 8. janúar 2010.
- ↑ Saumon, D.; Guillot, T. (2004). „Shock Compression of Deuterium and the Interiors of Jupiter and Saturn“. The Astrophysical Journal. 609 (2): 1170–1180. arXiv:astro-ph/0403393. Bibcode:2004ApJ...609.1170S. doi:10.1086/421257. ISSN 0004-637X. S2CID 119325899.
- ↑ Amateur Astronomer Discovers New Moon Orbiting Jupiter, Smithsonian Magazine, 22. júlí, 2021