Þyngdarkraftur, aðdráttarafl eða aðdráttarkraftur er náttúrumyndun sem lýsir því þegar massaeiningar dragast hver að annarri. Jóhannes Kepler gaf fyrstur óbeina, stærðfræðilega lýsingu á þyngdarkrafti, en Newton setti fram eðlisfræðilega kenningu um það, þyngdarlögmálið. Einstein sýndi með afstæðiskenningunni tengsl þyngdarkrafts og tímarúms.

Mynd sem lýsir hröðun bolta í frjálsu falli.

Þyngdarkraftur heldur reikistjörnum á sporbaugum kringum sólina og tunglin í kringum reikistjörnurnar. Þyngdarkraftur tunglsins veldur sjávarföllum á jörðu.

Þyngdarkraftur jarðar

breyta

Þyngdarhröðun jarðar er táknuð með g en hún gefur hraðaaukningu (hröðun) hlutar í frjálsu falli vegna þyngdarkrafts jarðar og er um 10 m/s á hverri sekúndu. Þyngdarhröðunin er breytileg eftir hnattstöðu, yfirleitt á bilinu 9,79 til 9,82 m/s² og að meðaltali 9,80665 m/s². Á Íslandi er þyngdarhröðunin nálægt 9,82 m/s².[1][2]

Tilvísanir

breyta
  1. Jörðin Geymt 14 júní 2011 í Wayback Machine á Stjörnufræðivefinum
  2. Þyngdarhröðun með rákaspjaldi
   Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.