Satúrnus (reikistjarna)

(Endurbeint frá Satúrnus)
Fyrir rómverska guðinn, sjá Satúrnus (guð).


Satúrnus er sjötta reikistjarnan frá sólu. Hann er næststærsta reikistjarna sólkerfisins og einn af gasrisunum. Nefndur eftir rómverska guðinum með sama nafni. Í kínverskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hún kölluð Jarðstjarnan, byggt á frumefnunum fimm. Satúrnus er frægur fyrir hringi sína sem eru mjög umfangsmiklir og aðallega úr ís og grjóti og sjást þeir vel frá jörðu með stjörnukíki.

Satúrnus Stjörnufræðitákn Satúrnusar
Satúrnus í réttum litum. Mynd frá Cassini.
Einkenni sporbaugs[4][5]
Viðmiðunartími J2000.0
Sólnánd
 • 1.353.572.956 km
 • 9,04807635 AU
Sólfirrð
 • 1.513.325.783 km
 • 10,11595804 AU
Hálfur langás
 • 1.433.449.370 km
 • 9,58201720 AU
Miðskekkja0,055723219
Umferðartími
 • 10.759,22 d
 • 29,4571 ár
 • 24.491,07 Satúrnusdagur[1]
Sólbundinn umferðartími378,09 dagar[2]
Meðal sporbrautarhraði9,69 km/s[2]
Meðalbrautarhorn320,346750°
Brautarhalli
Rishnútslengd113,642811°
Stöðuhorn nándar336,013862°
Tungl~200 hafa sést (62 á föstum sporbrautum, þar af 53 sem hafa verið nefnd)
Eðliseinkenni
Miðbaugsgeisli
 • 60.268 ± 4 km[6][7]
 • 9,4492 jarðir
Heimskautageisli
 • 54.364 ± 10 km[6][7]
 • 8,5521 jarðir
Pólfletja0,09796 ± 0,00018
Flatarmál yfirborðs
 • 4,27×1010 km²[7][8]
 • 83,703 jarðir
Rúmmál
 • 8,2713×1014 km3[2][7]
 • 763,59 jarðir
Massi
 • 5,6846×1026 kg[2]
 • 95,152 jarðir
Þéttleiki0,687 g/cm3[2][7]
(léttari en vatn)
Þyngdarafl við miðbaug
Lausnarhraði35,5 km/s[2][7]
Snúningshraði við miðbaug
 • 9,87 km/s[7]
 • 35.500 km/h
Möndulhalli26,73°[2]
Stjörnulengd norðurpóls40,589°[6]
Stjörnubreidd norðurpóls83,537°[6]
Endurskinshlutfall
 • 0,342 (Bond)
 • 0,47 (gagnskin)[2]
Yfirborðshiti lægsti meðal hæsti
við 1 bar 134 K[2]
við 0,1 bar 84 K[2]
Sýndarbirta+1.47 to −0.24[10]
Sýndarþvermál14,5"–20,1"[2]
(fyrir utan hringa)
Lofthjúpur[2]
Stigulshæð59,5 km
Samsetning
~96% vetni (H2)
~3% helín
~0,4% metan
~0,01%ammóníak
~0,01%sameindir vetnis og tvívetnis (HD)
0,0007%etan
Ís:
ammóníak
vatn
ammóníakshýdrósúlfíð(NH4SH)

Líkt og Júpíter er Satúrnus að mestu leyti úr vetni (75%) og helíum (25%), vatni, metani, ammoníaki og bergi og er því svipaður að samsetningu og upprunalega geimþokan sem sólkerfið myndaðist úr.

Innviðum Satúrnusar svipar til innviða Júpíters. Þeir eru kjarni úr bergi, lag úr fljótandi vetni og lag úr vetni í sameindaformi. Ýmis afbrigði af ís eru einnig til staðar.

Satúrnus er með 62 þekkt tungl á braut um sig. Þyngdarkraftur við yfirborð er aðeins lítið eitt sterkari en á jörðinni, maður sem vegur 100 kíló á jörðinni myndi vega 115 kíló á Satúrnus ef það væri hægt að standa á Satúrnus.

TilvísanirBreyta

 1. Courtney Seligman: „Rotation Period and Day Length“. [skoðað 2009-08-13]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].
 2. 2,00 2,01 2,02 2,03 2,04 2,05 2,06 2,07 2,08 2,09 2,10 2,11 2,12 David R. Williams: „Saturn Fact Sheet“. NASA, September 7, 2006, [skoðað 2007-07-31]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].
 3. „The MeanPlane (Invariable plane) of the Solar System passing through the barycenter“. 2009-04-03, [skoðað 2009-04-10]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].
 4. Donald K. Yeomans: „HORIZONS Web-Interface for Saturn Barycenter (Major Body=6)“. JPL Horizons On-Line Ephemeris System, 2006-07-13, [skoðað 2007-08-08].
 5. Upplýsingar um sporbraut miðast við samþungamiðju Júpíterkerfisins fremur en miðju reikistjörnunnar. Það er vegna þess að samþungamiðjan er stöðugari en miðja reikistjörnunnar sem verður fyrir þyngdaráhrifum af tunglunum.
 6. 6,0 6,1 6,2 6,3 Seidelmann o.fl.. „Report of the IAU/IAG Working Group on cartographic coordinates and rotational elements: 2006“. Celestial Mechanics and Dynamical Astronomy. 98 (3), júlí 2007. 
 7. 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 7,5 7,6 7,7 Miðað er við þann stað í lofthjúp þar sem þrýstingurinn er 1 bar.
 8. „NASA: Solar System Exploration: Planets: Saturn: Facts & Figures“. Solarsystem.nasa.gov, 2011-03-22, [skoðað 2011-08-08]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].
 9. „'Astronews' (New Spin For Saturn)“. , bls. 23, November 2009. Astronomy. 
 10. Richard W. Junior Schmude: „Wideband photoelectric magnitude measurements of Saturn in 2000“. Georgia Journal of Science. [skoðað 2007-10-14]. [upphafleg slóð varðveitt á vefsafni].

TenglarBreyta

   Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.