Netsamfélag
Netsamfélag er vefsíða þar sem fólk getur haft samskipti við annað fólk í gegnum fréttabréf, síma, tölvupóst eða annað skilaboðakerfi eða spjallkerfi í staðinn fyrir að hafa samband augliti til auglitis. Samfélagsmiðlar eins og MySpace og Facebook eru dæmi um netsamfélög.