Félagsmálvísindi

(Endurbeint frá Félagsmálfræði)

Félagsmálvísindi er grein málvisinda sem lýsir áhrifum félagslegra þátta svo sem venja, væntinga og samhengis, á notkun tungumála. Félagsmálvísindi eru náskyld aðstæðufræði (e. pragmatics).

Félagsmálvísindi ganga út á að skoða muninn á máltilbrigðum milli hópa sem eru aðskildir af mismunandi félagslegum breytum svo sem kynþætti, trúarbrögðum, félagslegri stöðu, kyni, menntunarstigi og aldri. Þau lýsa jafnframt hvernig málreglur eru skapaðar og notaðar til að flokka einstaklinga í mismunandi stéttir. Það máltilbrigði sem tiltekin stétt notar kallast stéttamállýska.

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.