Einstaklingur
Einstaklingur er lífvera sem er stök og aðgreind frá öðrum í þeim hóp eða samfélagi sem hún tilheyrir. Einstaklingur hefur sínar eigin þarfir, markmið, réttindi og skyldur. Hugtakið kemur meðal annars fyrir í líffræði, lögfræði og heimspeki. Hver einstaklingur er einstakur. Mannlegir einstaklingar hafa einstakan persónuleika og sjálf sem er ólíkt öllum öðrum. Þeir teljast líka lögpersóna gagnvart lögum.