Félagssálfræði
Félagssálfræði er nátengd sálfræði og félagsfræði, og er ýmist talin undirgrein annað hvort sálfræðinnar eða félagsfræðinnar.
Félagssálfræði fjallar um hvernig einstaklingar skynja aðra, hafa áhrif á þá, og tengjast þeim. Einkum er rannsakað hvernig hópar og einstaklingar hafa áhrif á einstaklinginn, hvernig einstaklingurinn hefur áhrif á hópa og hvernig hópar hafa áhrif á aðra hópa.
Aðalrannsóknaraðferðir í félagssálfræði eru tilraunir. Þekktar tilraunir eru meðal annars Milgramtilraunirnar og fangelsistilraun Stanford-háskóla. Meðal þekktra fyrirbæra í félagssálfræði eru áhorfendahrif.
Félagssálfræðilegar spurningar eru til dæmis: „Hvers vegna gerir hópur fólks eitthvað, gegn vilja sínum, vegna þrýstings eins aðila?“, „Hvers vegna lætur einstaklingur undan hópþrýstingi?“ og „Hvers vegna kemur hópi fólks betur saman við einn hóp fremur en annan?“.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Social Psychology“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. maí 2006.