Svíastríðin

(Endurbeint frá Sænsku styrjaldirnar)

Svíastríðin voru styrjaldir sem áttu sér stað milli Danmerkur og Svíþjóðar frá upplausn Kalmarsambandsins 1523 til loka Napóleonsstyrjaldanna 1814. Helsta deiluefni landanna voru yfirráð Danmerkur yfir Skáni og skipaleiðum í Eyrarsundi. Í byrjun naut Danmörk mikilla yfirburða en þegar stórveldistími Svíþjóðar hófst snerist taflið við. Eftir landvinninga á evrópska meginlandinu í Þrjátíu ára stríðinu gátu Svíar ráðist á Danmörku bæði úr suðri og austri. Þeir lögðu einnig undir sig lönd Dana í Eystrasalti: Gotland og Eysýslu og að lokum Skán. Þá lögðu þeir undir sig lönd í Noregi: Jämtland, Härjedalen, Bohuslän, Borgundarhólm og Þrándheim. Margar þessara styrjalda voru hluti af stærri evrópskum styrjöldum þar sem Danir og Svíar gerðu bandalög við andstæðar fylkingar.

Danir leggja virkið Älvsborg (Árborg) undir sig 1563

Núverandi landamæri Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs eru að stórum hluta mörkuð af niðurstöðum þessara styrjalda.

Heiti Ár Upphafsaðili Sigurvegari Friðarsamningar Niðurstaða
Norræna sjö ára stríðið 1563-1570 Danmörk Danmörk Friðarsamningar í Stettin Svíþjóð greiddi 150.000 dali í lausnargjald fyrir Älvsborg
Kalmarófriðurinn 1611-1613 Danmörk Danmörk Friðarsamningar í Knærød Svíþjóð greiddi milljón ríkisdali í lausnargjald fyrir Älvsborg
Torstensonófriðurinn (Stríð Horns) - hluti af Þrjátíu ára stríðinu 1643-1645 Svíþjóð Svíþjóð Friðarsamningar í Brømsebro Svíþjóð fékk Jämtland, Härjedalen, Gotland og Eysýslu auk Hallands í 30 ár. Svíar fengu aukin tollfríðindi í Eystrasalti.
Fyrra Karls-Gústafsstríðið 1657-1658 Danmörk Svíþjóð Hróarskeldufriðurinn Svíþjóð fékk Skán, Blekinge, Halland, Borgundarhólm, Bohuslän og Þrándheim.
Síðara Karls-Gústafsstríðið 1658-1660 Svíþjóð Danmörk Kaupmannahafnarfriðurinn Danmörk fékk Þrándheim og Borgundarhólm aftur.
Skánska stríðið 1675-1679 Danmörk Hvorugt Friðurinn í Lundi Engir landvinningar
Hluti af Norðurlandaófriðnum mikla 1700 Danmörk með árás á bandamenn Svía í Holsten-Gottorp Svíþjóð Traventhal-friðurinn Danmörk neyddist til að segja sig úr árásarbandalaginu gegn Svíþjóð
Hluti af Norðurlandaófriðnum mikla 1709-1720 Danmörk Danmörk Friðriksborgarfriðurinn Svíar misstu tollfríðindi í Eyrarsundi, greiddu Danmörku 600.000 ríkisdali og neyddust til að hætta stuðningi við Holsten-Gottorp
Títuberjastríðið 1788-1789 Svíþjóð með árás á bandamenn Dana í Rússlandi Svíþjóð   Danmörk neyddist til að hætta vopnasendingum til Rússlands
Stríð Danmerkur og Svíþjóðar 1808-1809 - hluti af Napóleonsstyrjöldunum og Finnlandsstríðinu 1808-1809 Danmörk studdi Frakkland og Rússland gegn Svíþjóð Danmörk Jönköping-friðurinn Engir landvinningar
Hluti af Napóleonsstyrjöldunum 1813-1814 Svíþjóð studdi bandalagið gegn Napóleoni Svíþjóð Kílarfriðurinn Svíþjóð fékk Noreg í bætur fyrir Sænsku Pommern