Bohuslän

Bohuslän eða Bohuslán (danska/norska: Båhuslen) er sögulegt hérað í Gautlandi í vestur-Svíþjóð. Íbúar eru um 305.000 (2018). Norðurausturhluti Gautaborgar er í héraðinu.

Kort.
Bohuskastali.

Það er nefnt eftir Bohus-kastala sem byggður var af Norðmönnum en svæðið var norskt frá 9. öld til 17. aldar. Í héraðinu eru þúsundir eyja og eru þær stærstu, Orust og Tjörn sitt eigið sveitarfélag.