Bohuslän (sænska: [ˈbûːhʉːsˌlɛːn]; sv-Bohuslän.oggframburður (uppl.); norska: Båhuslen), einnig þekkt sem Bohuslén á íslensku, er sögulegt hérað í Gautlandi í vestur-Svíþjóð. Íbúar eru um 305.000 (2018). Norðurausturhluti Gautaborgar er í héraðinu. Í héraðinu eru þúsundir eyja og eru þær stærstu, Orust og Tjörn sitt eigið sveitarfélag. Héraðið tilheyrði Noregi frá 9. öld til 17. aldar.

Kort.
Bohuskastali.

Héraðið er nefnt eftir Bágahúsum (sænska: Bohus fästning), kastala sem sjálfur dregur nafn sitt af árhólmanum sem hann stendur á, Bágahólmi (nú Fästningsholmen). Árhólminn stendur í nyrðri kvísl Gautelfar, skammt frá þeim stað sem elfin greinist í tvennt, en forliðurinn bága- mun hér vísa til bágs færis í ánni neðan við hólminn.

Heimildir Breyta