Kílarfriðurinn
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Kílarfriðurinn var ráðstefna sem haldin var í Kiel, borg í núverandi Þýskalandi, árið 1814. Danmörk varð gjaldþrota árið 1813. Reyndist stuðningur við Frakkland í Napóleonstyrjöldunum dýrkeyptur. Samþykkt Kílarfriðsins var sú að Danir þurftu að láta Svía hafa Noreg, en athygli vakti að Svíar höfðu ekki áhuga á nyrðri hluta konungsríkis Danmerkur: Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. Rofnaði þá konungssamband Íslands og Noregs sem hafði haldist frá 1262.