Gauksstaðaskipið er stærsta víkingaskip (langskip) sem varðveist hefur frá víkingatímanum. Gaukstaðaskipið fannst í haugi við Óslóarfjörð árið 1880 og er talið frá því um 850. Lengd milli stafna er 23 metrar rúmir en þar sem skipið er breiðast er það rúmir fimm metrar. Þar sem Gaukstaðaskipið fannst í haugnum voru þrjátíu skildir festir á hvort borð og voru málaðir gulum og svörtum litum. Skipið er til sýnis á Víkingaskipasafninu á Bygdö í Ósló ásamt Ásubergskipinu.

Séð að framan
Hliðarsýn.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.