Oslóarfjörður

(Endurbeint frá Óslóarfjörður)

Oslóarfjörður (norska: Oslofjorden) er fjörður í suðaustur-Noregi. Hann skiptist í innri- og ytri-Oslóarfjörð. Borgin Osló er við botn þess innri. Inn úr ytri firðinum eru einnig firðirnir Drammenfjörður og Holmestrandfjörður. Syðri mörk Oslófjarðar eru talin vera frá skerjunum Torbjørnskjær og Færder. Á árunum 1624-1925 var nafnið á firðinum Kristjaníufjörður (norska: Kristianiafjorden). Í norrænu var nafnið á firðinum Fold.

kort.
Byggð við fjörðinn.
Sólarupprás við fjörðinn.
Ferjur og skemmtiferðarskip eru algeng í firðinum.

Eyjar nálægt Osló eru vinsælir útivistarstaðir: Hovedøya, Lindøya, Nakholmen, Bleikøya, Gressholmen og Langøyene. Þá er vanalega farið frá Aker Brygge.

Hlýjasta loftslag Noregs er við fjörðinn og er ársmeðalhitinn 7,5 gráður.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Oslofjord“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. feb. 2018.