Tungumál í Evrópusambandinu
(Endurbeint frá Opinber nöfn Evrópusambandsins)
Fjölmörg tungumál eru töluð í ríkjum Evrópusambandsins, sum þeirra njóta sérstakrar stöðu innan þess og eru skilgreind sem opinber mál, það eru mál sem notuð eru innan stofnanna sambandsins. Til viðbótar finnast mörg tungumál í aðildarríkjunum sem ekki njóta slíkrar viðurkenningar en vaxandi hreyfing hefur verið í kringum að gera nokkur þeirra að opinberum málum, sérstaklega hvað varðar basknesku, katalónsku og gallísku.
Opinber mál og nöfn ESB á þeim
breyta- Европейски съюз (búlgarska)
- Europæiske Union (danska)
- European Union (enska)
- Euroopa Liit (eistneska)
- Euroopan unioni (finnska)
- Union Européenne (franska)
- Ευρωπαϊκή Ένωση (gríska)
- Europese Unie (hollenska)
- An tAontas Eorpach (írska)
- Unione Europea (ítalska)
- Eiropas Savienība (lettneska)
- Europos Sąjunga (litháíska)
- L-Unjoni Ewropea (maltneska)
- Unia Europejska (pólska)
- União Europeia (portúgalska)
- Uniunea Europeană (rúmenska)
- Európska únia (slóvakíska)
- Evropska unija (slóvenska)
- Unión Europea (spænska)
- Europeiska Unionen (sænska)
- Evropská unie (tékkneska)
- Európai Unió (ungverska)
- Europäische Union (þýska)
Listi yfir tungumál í evrópusambandinu flokkað eftir fjölda
breytaÍ eftirfarandi töflu eru mest töluðu tungumál í evrópusambandinu flokkuð eftir hlutfalli íbúa sambandsins sem tala þau sem móðumál og sem erlent mál. Tölurnar eiga við stöðuna 2005, sem er áður en Búlgaría og Rúmenía gengu í evrópusambandið.
Tungumál | Tala sem móðurmál (%) | Tala sem erlent mál (%) | Samtals (%) |
---|---|---|---|
Enska | 13 | 38 | 51 |
Þýska | 18 | 14 | 32 |
Franska | 12 | 14 | 26 |
Ítalska | 13 | 3 | 16 |
Spænska | 9 | 6 | 15 |
Pólska | 9 | 1 | 10 |
Rússneska | 1 | 6 | 7 |
Hollenska | 5 | 1 | 6 |