Notandi:Tjörvi Schiöth/sandbox

Athugið að fjármálabyltingin var ekki stjórnarbylting.

Fjármálabyltingin (enska: The Financial Revolution), einnig þekkt sem fyrsta fjármálabyltingin eða fjármálabylting 18. aldar, er sagnfræði- og hagsögulegt hugtak, sem á við um sögulegt tímabil mikilla efnahags- og viðskiptalegra umbóta í Bretlandi á fyrri hluta 18. aldar, sem lögðu grundvöllinn að nútímalegri fjármálastarfsemi í Evrópu og uppgangi Breska heimsveldisins.[1][2][3][4][5]

Uppruni hugtaksins

breyta

Hugtakið „fjármálabylting“ var fyrst notað[6] af breska sagnfræðingnum P. G. M. Dickson til þess að lýsa straumhvörfunum sem urðu í fjármálastarfsemi Bretlands á 18. öld, í kjölfar hinnar svokölluðu „Dýrlegu byltingarinnar“ árin 1688 til 1689. Þá var tekin upp í Bretlandi það sem Dickson kallar „hollensk fjármálastarfsemi,“ sem átti eftir að hafa mikil áhrif á efnahagsþróun Breska heimsveldisins.[7]

Aðdragandinn

breyta
 
Vilhjálmur 3. af Óraníu.

Fjármálabyltingin á rætur sínar að rekja til „Dýrlegu byltingarinnar“ svonefndu árin 1688 til 1689, þegar Vilhjálmur 3. af Óraníu réðist inn í England og steypti Jakobi 2. Englandskonungi af stóli, og gerðist sjálfur konungur.[8][9][10]

Vilhjálmur 3. innleiddi fjármálastarfsemi í Bretlandi að hollenskum sið,[11][12] en fyrstu eiginlegu verðbréfamarkaðirnir höfðu orðið til í Hollandi á 17. öld.[13][14] Þar hafði fyrsta almenningshlutafélagið og fjölþjóðafyrirtækið, þ.e. Hollenska Austur-Indíafélagið, verið stofnað árið 1602, og einnig fyrsta kauphöllin, en hún var staðsett í höfuðborginni Amsterdam.[15][16] Þróun fjármála í Hollandi hafði enn fremur stuðlað að Túlípanaæðinu alræmda árin 1634 til 1637, fyrstu markaðsbólunni sem vitað er um.[17][18] Þó er umdeilt hversu alvarleg sú verðbóla var, og sumir telja að hún hafi ekki haft neinar slæmar efnahagslegar afleiðingar fyrir Hollenska hagkerfið á 17. öld.[19][20]

  • "By 1610, it has been estimated that money changers in Amsterdam had to keep track of nearly 1,000 different gold and silver coins." (Neal, 2000, bls. 120)
  • Fyrsti seðlabankinn í Amsterdam (Bank of Amsterdam). Seðlabankinn fóra að stjórna gjaldeyrisviðskiptum í landinu. Í staðinn fyrir þá ótal mismunandi gjaldmiðla sem voru í umferð var farið að gefa út einn viðurkenndan gjaldmiðil. Þetta þýddi einnig að öll gjaldeyrisviðskipti gátu farið fram í gegnum bankann, og hægt var að gefa út peningaseðla í stað gull- eða silfurmyntar. Það liðkaði talsvert upp á viðskipti, þar sem kaupmenn þurftu ekki lengur að reiða sig alfarið á gull- og silfurpeninga.(Neal, 200, bls. 121-122).
  • Holland var miðstöð viðskipta (siglinga) og fjármála
  • Þjóðarframleiðsla í Hollandi meiri en annars staðar (heimild Cassis?)
  • Fjármálbyltingin tengist Landafundatímabilið
  • Gamla ríkjafyrirkomulagið
  • Nútímaríkið verður til
  • Nútímaherjir í stað málaliða, nútímaflotar

Nútímaleg fjármálastarfsemi verður til

breyta

Að „Dýrlegu byltingunni“ lokinni, og sérstaklega á fyrri hluta 18. aldar, er sagt að nútímaleg fjármálastarfsemi hafi orðið til, með þeim efnahags- og viðskiptalegu umbótum sem áttu sér stað í Bretlandi á þeim tíma.[21]

Fjármálabylting Bretlands á fyrri hluta 18. aldar fólst einkum í stóraukinni skattálagningu og miðstýringu skattheimtu í landinu; myndun nútímalegra fjámálamarkaða fyrir lán og sparnað, þá sérstaklega í formi skuldabréfa; og myndun fyrsta eiginlega eftirmarkaðarins fyrir skuldabréf, þá aðallega ríkisskuldabréfa.[22][23][24] Í fyrsta sinn átti sér stað kerfisbundin þróun verðbréfa í átt að meira greiðsluhæfi og skiptanleika, þar sem langtímaverðbréf fóru í meira mæli að taka við af skammtímaverðbréfum.[25] Þá var Englandsbanki, seðlabanki Englands, stofnaður árið 1694.

Fjármálabyltingin er einkum þekkt fyrir „Suðurhafsverðbóluna“ svokölluðu sem átti sér stað á meðan byltingunni stóð. Suðurhafsfélagið (e. South Sea Company) hafði verið stofnað árið 1711 og hafði einokun yfir helstu siglingarleiðunum frá Bretlandi, og enska ríkisstjórnin hvatti fjárfesta til þess að skipta á ríkisskuldabréfum og hlutabréfum í félaginu. Verð hlutabréfanna rauk upp úr öllu valdi þangað til að bólan sprakk árið 1720 og fjöldi fólks tapaði stórfé.[26][27][28][29]

  • Breyting frá skammtímaskuldum yfir í langtímaskuldir
  • Ríkisskuldir nationalized og studdar með sköttun (Neal, 2000, bls. 123)
  • Ríkisskuldir uxu til muna og ríkisumsvifin urðu meiri, en þrátt fyrir það urðu engin ruðningsáhrif. (Neal, 2000, bls. 125)
  • "Emergence of a stock market"
  • Seðlabanki Englands, Englandsbanki stofnaður 1694
  • Bindisskylda
  • Suðursjávarfélagið og Suðursjávarbólan
  • London tekur við af Amsterdam sem miðstöð fjármálalífs á heimsvísu/fjármálamiðstöð heimsins. Og Bretland tekur við af Hollandi sem miðstöð heimsverslunnar.
  • utanríkisviðskipti Bretlands tvöfölduðust 1700-1780 (Cassis, 2010, bls. 17)

Fjármálabylting Bretlands á fyrri hluta 18. aldar var mikilvægur forveri iðnbyltingarinnar, en fjárhagslegu innviðirnir sem voru settir á laggirnar á fyrri hluta 18. aldar áttu þátt í þeirri miklu iðnaðaruppbyggingu og tæknivæðingu, sem einkenndu iðnbyltinguna á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu.

Gerði Bretum kleift að byggja koma upp öflugan flota og treysta heimsveldi sitt, þannig að þeir gátu "project power" beitt heimssyfirráðum sínum um allan heiminn og einokað heimsverslun.

Fjármálabyltingin er flokkuð ásamt öðrum umbyltingum á 18. öld, eins og iðnbyltingunni, stjórnarbyltingunni í Frakklandi og frelsisstríðinu í Bandaríkjunum, sem mikilvæg þáttaskil í sögu Evrópu, en þetta umbreytingaskeið er sagt marka skilin milli árnýaldar og nýaldar.

Fleiri fjármálabyltingar

breyta

Ýmsir hagfræðingar og sagnfræðingar sem sérhæfa sig í hagsögu og fjármálafræði, hafa greint þrjár mikilvægar fjármálabyltingar á nýöld.[30][31][32] Það eru:

  • Fjármálabyltingin í Bretlandi á 18. öld, þar sem skipulagður eftirmarkaður varð til fyrir skuldabréf, þá sérstaklega ríkisskuldabréf.
  • Fjármálabyltingin í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu, þegar skipulagður eftirmarkaður varð til fyrir hlutabréf, og einkarekin hlutafélög og fjölþjóðafyrirtæki fóru að ryðja sér til rúms sem helstu gerendurnir í efnahagsstarfsemi á heimsvísu (í staðinn fyrir ríkið), samhliða mikilli iðnvæðingu og stóriðjuuppbyggingu.
  • Fjármálabyltingin á síðari hluta 20. aldar fram til dagsins í dag, þegar skipulagðar eftirmarkaður varð til fyrir afleiður. Fjármálastarfsemi er umbylt, annars vegar með tækninýjungum á borð við tölvur, og hins vegar með stóraukinni samskiptatækni í formi farsíma, spjaldtölva og Internetsins.

Tilvísanir

breyta
  1. Cassis, 2010, bls. 16-17.
  2. Dickson, 1967.
  3. Ferguson, 2009.
  4. Magnús Sveinn Helgason, 2013, 1. Þáttur: Sturlun hjarðarinnar og markaðurinn sem hefur alltaf á réttu að standa.
  5. Neal, 2000, bls. 118.
  6. Magnús Sveinn Helgason, 2013, 1. Þáttur: Sturlun hjarðarinnar og markaðurinn sem hefur alltaf á réttu að standa.
  7. Dickson, 1967.
  8. Cameron & Neal, 2003, bls. 154-155.
  9. Cassis, 2010, bls. 16.
  10. Ferguson, 2009, bls. 78.
  11. Dickson, 1967.
  12. Neal, 2000, bls. 123.
  13. Ferguson, 2009, bls. 77.
  14. Magnús Sveinn Helgason, 2013, 2. Þáttur: Afleiðuviðskipti og túlípanaæði.
  15. Cameron & Neal, 2003, bls. 150-154.
  16. Ferguson, 2009, bls. 128-137.
  17. Magnús Sveinn Helgason, 2007a.
  18. Morgunblaðið, 2004, bls. 7. Framvirkir samningar um túlípana.
  19. Garber, 1990, bls. 37-39.
  20. Magnús Sveinn Helgason, 2013, 2. Þáttur: Afleiðuviðskipti og túlípanaæði.
  21. Magnús Sveinn Helgason, 2013, 1. Þáttur: Sturlun hjarðarinnar og markaðurinn sem hefur alltaf á réttu að standa.
  22. Cameron & Neal, 2003, bls. 154-159.
  23. Cassis, 2010, bls. 16-17
  24. Magnús Sveinn Helgason, 2013, 3. Þáttur: Fjármálabylting 18. aldar.
  25. Magnús Sveinn Helgason, 2013, 3. Þáttur: Fjármálabylting 18. aldar.
  26. Ferguson, 2009, bls. 152-154.
  27. Garber, 1990, bls. 47-51.
  28. Magnús Sveinn Helgason, 2007b.
  29. Morgunblaðið, 2004 bls. 7. Fjárfest í siglingum á 18. öld.
  30. Cassis, 2010.
  31. Ferguson, 2009.
  32. Magnús Sveinn Helgason, 2013, 1. Þáttur: Sturlun hjarðarinnar og markaðurinn sem hefur alltaf á réttu að standa.

Heimildir

breyta
  • Cameron, Rondo og Neal, Larry (2003). A Concise Economic History of the World: from Paleolithic Times to the Present (4. útgáfa). New York: Oxford University Press.
  • Cassis, Youssef (2010). Capitals of Capital: The Rise and Fall of International Financial Centres 1780-2009. New York: Cambridge University Press.
  • Dickson, P. G. M (1967). The Financial Revolution in England. A Study in the Development of the Public Credit, 1688-1756. London: Macmillan.
  • Ferguson, Niall (2009). Peningarnir sigra heiminn: fjármálasaga veraldarinnar (Elín Guðmundsdóttir þýddi á íslensku). Reykjavík: Ugla.
  • Garber, Peter M. „Famous First Bubbles“. The Journal of Economic Perspectives. (4) (2000): bls. 35-54. Cambridge University Press.
  • Magnús Sveinn Helgason. (2007a, 7. september). „Hollenska túlípanaæðið: Fyrsta kauphallaræði sögunnar.“ Viðskiptablaðið, bls. 25.
  • Magnús Sveinn Helgason. (2007b, 26. október). „Suðursjávarblaðran: Hlutabréfaæði gekk yfir England og hlutabréfaviðskipti urðu helsta umræðuefni fólks.“ Viðskiptablaðið, bls. 23.
  • Magnús Sveinn Helgason. (2013). „Fjármalabyltingar og kauphallarhrun“. Útvarpsþáttur á RÚV. Sótt 10. maí 2015.
  • Morgunblaðið (2004, 15. apríl). „Upp og niður í gegnum tíðina“. bls. 7. Sótt 12. maí 2015.
  • Neal, Larry. „How it all began: the monetary and financial architecture of Europe during the first global capital markets, 1648–1815“. Financial History Review. (7) (2000): bls. 117–140. Cambridge University Press.

Tengt efni

breyta

Flokkur Flokkur:Fjármál Flokkur:Viðskiptafræði Flokkur:Söguleg tímabil Flokkur:Saga Bretlands Flokkur:Saga Evrópu