Lán er þar sem einn aðili (lánveitandi) lánar öðrum aðila (lántaki) peninga. Lán er skuld sem einstaklingur eða fyrirtæki veitir með vöxtum. Lánið skal greiða niður fyrir tiltekinn eindaga sem lánveitandinn ákveður. Tilgangur vaxta er að hvetja lántakann til að greiða niður lánið.

Að veita lán er lykilatriði í starfsemi margra fjármálastofnana svo sem banka.

Tegundir breyta

Veðlán breyta

Veðlán er lán þar sem lántakinn veðsetur eign eins og fasteign eða bíl til að tryggja lánið. Komi til þess að lánið sé ekki endurgreitt (þ.e. lántakinn er í vanskilum) getur lánveitandinn leyst til sín eignina og endurheimt skuldina.

Fasteignaveðlán er algengasta tegund veðláns. Við veitingu fasteignaveðláns öðlast lánveitandinn veðrétt í fasteign og getur leitað fullnustu skuldarinnar með því að ganga að fasteigninni ef vanefndir verða á endurgreiðslu lánsins. Um fasteignaveðlán gilda almennar reglur kröfuréttar og veðréttar eftir því sem við á, en um fasteignalán til neytenda gilda þar að auki sérreglur á sviði neytendaréttar (sjá umfjöllun um neytendalán).

Ótryggt lán breyta

Ótryggt lán er lán þar sem engin eign er veðsett gegn skuldinni. Dæmi um ótryggð lán eru kreditkort, yfirdrættir og skuldabréf.

Heimild breyta

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Loan“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. desember 2017.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.