Bylting
Bylting á við grundvallarbreytingu í dreifingu valds eða uppbyggingu valdakerfa sem á sér stað á tiltölulega stuttum tíma. Margar byltingar hafa verið í gegnum sögu mannsins, og eru nokkuð mismunandi hvað varðar aðferð, lengd og hugmyndafræði. Afleiðingar slíkra byltinga hafa verið breytingar á menningu, hagkerfum og stjórnmálakerfum.
Deilt er um hvað tilheyrir byltingu og hvað ekki, en umræðan snýst um nokkur lykilatriði. Frumstæðar rannsóknir á byltingum einbeittu sér að viðburðum í sögu Evrópu frá sálfræðilegu sjónarhorni, en í dag er horft til viðburða um allan heim og skoðana frá nokkrum félagsvísindum, þar á meðal félagsfræði og stjórnmálafræði. Nokkrar kenningar eru til um hvað leiðir til byltinga og áhrifa þeirra en þær eru byggðar á nokkrum kynslóðum fræðilegra rannsókna.
Mismunandi skilgreiningar á byltingu
breytaAristóteles lýsti tvenns konar byltingum:
- Algjör breyting úr einni stjórnskipun í aðra
- Umbreyting á núverandi stjórnskipun
Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ritaði grein sem ber heitið Var gerð bylting árið 1809? og var hún birt í Sögu – Tímarit Sögufélags árið 1999. Þar lýsir hún sex skilyrðum sem bylting þarf uppfylla að einhverju leiti til þess að teljast sem bylting. Hún styðst við byltingarlíkan Charles Tillys í ritinu European Revolutions. Fræðimenn sem höfðu áhrif á þessa byltingarlíkan Tillys eru Anthony de Crespigny, Peter Calvert, Hannah Arendt og Karl Griewank. Þessi atriði eru:
- Bylting felur í sér róttæka breytingu, stjórnarfarslega og/eða félagslega.
- Ný hugmyndafræði verður að vera til staðar. Byltingarmennirnir vilja ná ákveðnum markmiðum í andstöðu við ríkjandi valdhafa.
- Bylting felur í sér lögleysu þar sem verið er að ráðast á valdhafana. Einhvers konar valdbeiting, ofbeldi eða kúgun fylgir byltingu. Byltingar eru raunar yfirleitt blóðugar, þótt byltingar án blóðsúthellinga þekkist líka, til dæmis byltingin dýrlega („the Glorious Revolution") 1688 í Englandi þegar Jakob II var rekinn frá völdum.
- Snögg umskipti er lykilatriði. Annars væri um hægfara breytingu eða þróun að ræða.
- Að sama skapi verður byltingin að vera afmörkuð í tíma - hún verður að hafa upphaf og endi þótt skiptar skoðanir geti verið um þær tímasetningar.
- Virkni fjöldans er nauðsynleg eða að minnsta kosti þögult samþykki hans. Annars væri um borgarastyrjöld eða valdarán að ræða.
- Síðast en ekki síst þá verður að nást varanlegur árangur. Án árangurs er ekki hægt að tala um byltingu, þá er réttara að nota hugtök eins og misheppnuð uppreisn eða valdaránstilraun. Bylting er lögleg ef hún lukkast. [1]
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Anna Agnarsdóttir (1999). „Var gerð bylting á Íslandi sumarið 1809?“. Saga. bls. 117-139.