Hessen

eitt af 16 sambandslöndum Þýskalands

Hessen er sjöunda stærsta sambandsland Þýskalands með rúmlega 21 þús km². Fyrir utan borgríkin er það eitt af þremur sambandslöndum sem umkringt er öðrum sambandslöndum og liggur Hessen því hvergi að sjó. Íbúar eru um 6,3 milljón talsins (2021), sem gerir Hessen að fjórða fjölmennasta sambandslandi Þýskalands. Höfuðborgin er Wiesbaden við Rínarfljót, en stærsta borgin er Frankfurt am Main.

Fáni Hessen Skjaldarmerki Hessen
Flagge von Hessen
Flagge von Hessen
Landeswappen Hessens
Kjörorð
Hier ist die Zukunft
(Hér er framtíðin)
Upplýsingar
Opinbert tungumál: háþýska, hessíska
Höfuðstaður: Wiesbaden
Stofnun: 1. desember 1946
Flatarmál: 21.114,94 km²
Mannfjöldi: 6.300.000 (2021)
Þéttleiki byggðar: 287/km²
Vefsíða: hessen.de Geymt 12 nóvember 2002 í Library of Congress Web Archives
Stjórnarfar
Forsætisráðherra: Boris Rhein (CDU)
Lega

Hessen er suðvestan við landfræðilega miðju Þýskalands og tilheyrði áður Vestur-Þýskalandi. Fyrir norðvestan er Norðurrín-Vestfalía og Neðra-Saxland, fyrir austan er Þýringaland (Thüringen), fyrir suðaustan er Bæjaraland, fyrir sunnan er Baden-Württemberg og fyrir austan er Rínarland-Pfalz.

Fáni og skjaldarmerki

breyta

Hessenljónið í skjaldarmerkinu er upprunnið úr Ludowinger-ættinni, en litir ættarinnar voru rauður og hvítur. Þessir litir voru því valdir í fánann sem var tekinn upp þegar Hessen var stofnað sem sambandsland á hernámsárunum eftir heimstyrjöldina síðari.

Orðsifjar

breyta

Nafnið Hessen er komið af germanska þjóðflokknum chatten (á latnesku: Chatti), sem bjuggu á svæði þar sem norðurhluti Hessen er í dag. Chatten og frísar eru einu germönsku þjóðflokkarnir sem hafa haldið bæði heiti sínu og upprunahérað sitt í gegnum aldirnar. [1].

Söguágrip

breyta

Germanir og keltar bjuggu upphaflega í héraðinu, þar til Rómverjar tóku suðurhluta þess sem nú er Hessen. 9. e.Kr. töpuðu Rómverjar orrustu gegn germönum í Teutoburger Wald. Eftir ósigurinn drógu þeir sig að mestu úr héraðinu og hófu að reisa Limes-varnargarðinn sem lá að einhverju leyti eftir suðurjaðri núverandi Hessen. Á 6. öld námu frankar land í héraðinu og réðu landinu. Þar náðu greifadæmi ekki að myndast eins og í öðrum þýskum héruðum. 1292 verður Hessen að ríkisfurstadæmi að vilja keisarans (oft kallað Hessen-Kassel og Hessen-Darmstadt). Seinna myndaðist einnig héraðið Hessen-Nassau. 1806 klípa Frakkar Hessen-Darmstadt af Hessen og innlima það í Rínarsambandið meðan Napoleon ríkir. 1866 börðust Prússar gegn Austurríki í þýska stríðinu. Í því sigruðu Prússar. Þar sem Hessen-Kassel barðist með Austurríkismönnum, innlima Prússar allt norðurhérað Hessen. Tveimur árum síðar mynduðu Prússar héraðið Hessen-Nassau úr afgöngunum af Hessen. 1919 var Weimar-lýðveldið stofnað. Úr Hessen-Nassau verður Volksstaat Hessen (Grosshessen). 1945 lendir Volksstaat Hessen í hernámssvæði Bandaríkjamanna eftir heimstyrjöldina síðari. 1946 var sambandslandið Hessen stofnað úr Grosshessen og smáhéruðum í kring. Wiesbaden verður höfuðborg. Hessen var þar með fyrsta þýska héraðið sem fékk lýðveldisstjórn á ný. Ástæðan fyrir því að Wiesbaden varð að höfuðborg en ekki Frankfurt var sú að til álita kom að gera Frankfurt að höfuðborg Vestur-Þýskalands. Úr því varð hins vegar ekki, þar sem Bonn varð fyrir valinu. Hessen varð síðan hluti af Vestur-Þýskalandi þegar það var myndað 1949.

Borgir

breyta

Stærstu borgir Hessen.

Röð Borg Íbúar Ath.
1 Frankfurt am Main 664 þús 5. stærsta borg Þýskalands
2 Wiesbaden 276 þús Höfuðborg Hessen
3 Kassel 194 þús
4 Darmstadt 142 þús
5 Offenbach am Main 119 þús
6 Hanau 88 þús
7 Marburg 79 þús
8 Giessen 75 þús
9 Fulda 64 þús
10 Rüsselsheim 59 þús
11 Wetzlar 51 þús
12 Bad Homburg 51 þús

Tilvísanir

breyta
  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 134.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Hessen“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.