Maribor (þýska: Marburg an der Drau) er önnur stærsta borg Slóveníu með um 95 þúsund íbúa árið 2018. Hún er líka stærsta borgin í sögulega héraðinu Slóvensku Styrju.

Maribor

Borgin varð til á miðöldum og varð hluti af veldi Habsborgara. Eftir upplausn Austurrísk-ungverska keisaradæmisins 1918 varð hún hluti af Júgóslavíu. Mikill meirihluti borgarbúa var þá þýskumælandi og flúði til Austurríkis. Árið 1941 lagði Þýskaland Hitlers borgina undir sig. Hún varð illa úti í Síðari heimsstyrjöld. Eftir ósigur Þjóðverja var þeim sem eftir voru af þýskumælandi íbúum borgarinnar einfaldlega vísað úr landi. Þúsundir meðlima Króatíska heimavarnarliðsins voru teknar af lífi af Júgóslavíuher eftir stríðið og grafnir í fjöldagröfum við Maribor.

Mótmælin í Maribor 2012-2013 gegn spillingu stjórnmálamanna voru upphafið að mótmælunum í Slóveníu 2012-2013.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.