1669
ár
(Endurbeint frá MDCLXIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1669 (MDCLXIX í rómverskum tölum) var 69. ár 17. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 11. mars - Etna gaus og eyðilagði bæinn Nicolosi þar sem 20.000 manns létust.
- 31. maí - Samuel Pepys ritaði síðustu færsluna í dagbók sína.
- 4. september - Bærinn Candia (nú Iraklion) á Krít gafst upp fyrir Tyrkjaveldi eftir tuttugu ára umsátur.
Ódagsettir atburðir
breyta- Á Íslandi var veturinn nefndur hestabani eða hestavetur. [1]
- Galdramál: Erlendur Eyjólfsson og Jón Leifsson voru brenndir á báli fyrir galdra, Jón fyrir að hafa valdið veikindum presthjónanna í Selárdal og Erlendur fyrir að hafa kennt Jóni galdur.
- Rasmus Bartholin gaf út ritgerð um tilraunir sínar á silfurbergi, frá Helgustöðum við Reyðarfjörð; Experimenta crystalli islandici disdiaclastici quibus mira & insolita refractio detegitur.
- Hansasambandið sem stofnað var á 12. öld hélt sinn síðasta formlega fund.
- Bygging Soffíu Amalíuborgar hófst í Kaupmannahöfn.
- Henning Brand uppgötvaði fosfór.
- Antonio Stradivari smíðaði sína fyrstu fiðlu.
- Þrjár milljónir létust í hungursneyð í Bengal.
- Sænskir landnemar stofnuðu bæinn Philadelphia í Nýja heiminum.
- Mógúlkeisarinn Aurangzeb lét eyðileggja nokkur hindúahof og bannaði trúna með þeim afleiðingum að hindúar gerðu uppreisn.
Fædd
breytaÓdagsett
breyta- Susanna Wesley, „móðir meþódismans“ (d. 1742).
Dáin
breyta- 16. maí - Pietro da Cortona, ítalskur listmálari (f. 1596).
- 10. september - Henríetta María Englandsdrottning (f. 1609).
- 4. október - Rembrandt, hollenskur listmálari (f. 1606).
- 9. desember - Klemens 9. páfi (f. 1600).
Tilvísanir
breyta- ↑ Morgunblaðið 1979
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.