Fosfór

Frumefni með efnatáknið P og sætistöluna 15

Fosfór er frumefni með efnatáknið P og er númer fimmtán í lotukerfinu. Fosfór er fjölgildur málmleysingi í niturflokknum og finnst oftast nær í ólífrænum fosfatsteinum og í öllum lifandi frumum en ekki í hreinu formi í náttúrunni. Hann er mjög hvarfgjarn, á sér margar birtingarmyndir og er nauðsynlegur öllum lífverum. Fosfór gefur frá sér dauft ljós er hann binst við súrefni. Orðið fosfór er komið úr grísku, og þýðir í raun ljósberi: phôs sem þýðir „ljós“, and phoros sem þýðir „sá sem ber eða beri“ - þ.e.a.s. ljósberi. Forngrikkir kölluðu reikistjörnuna Venus fosforos.

  Nitur  
Kísill Fosfór Brennisteinn
  Arsen  
Efnatákn P
Sætistala 15
Efnaflokkur Málmleysingi
Eðlismassi 1823,0 kg/
Harka Óviðeigandi
Atómmassi 30,973761 g/mól
Bræðslumark 317,3 K
Suðumark 550,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast efni
Lotukerfið

Fosfór til almennrar nota er helst að finna í áburði, en einnig í sprengiefni, eldspýtum, flugeldum, meindýraeitri, tannkremi og þvottaefni. Hvítur fosfór er vaxkennt efni við herbergishita sem glóir í myrkri. Snerting við húð getur valdið alvarlegum brunasárum.


  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.