1343
ár
(Endurbeint frá MCCCXLIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1343 (MCCCXLIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Grímur Þorsteinsson varð hirðstjóri.
- Jón Sigurðsson varð biskup í Skálholti.
- Ormur Ásláksson, sem kjörinn var biskup á Hólum 1342, fékk vígslu og kom til landsins.
- Jón Sigurðsson biskup lét handtaka þrjá munka í Þykkvabæjarklaustri og setja í járn. Þeir höfðu ári áður meðal annars barið Þorlák Loftsson ábóta og hrakið hann á burt og orðið berir að saurlífi. Einn munkanna var líklega Eysteinn Ásgrímsson, höfundur Lilju, og var hann settur í hálsjárn.
- Jón biskup lét brenna nunnu í Kirkjubæjarklaustri á báli fyrir að hafa bölvað páfa og veðdregið sál sína djöflinum.
- Jórunn Hauksdóttir varð abbadís í Kirkjubæjarklaustri.
- Einar Hafliðason sagnaritari varð prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi og þjónaði brauðinu í 50 ár.
- Skip sem látið hafði úr höfn í Hvalfirði strandaði og brotnaði við Nýjahraun sunnan Hafnarfjarðar (Kapelluhraun).
Fædd
Dáin
- 21. desember - Helgi Sigurðsson ábóti í Viðeyjarklaustri.
- Agatha Helgadóttir abbadís í Kirkjubæjarklaustri.
- Vilborg Sigurðardóttir, kona Eiríks Sveinbjarnarsonar hirðstjóra í Vatnsfirði.
- Þórður Guðmundsson, fyrrverandi ábóti í Helgafellsklaustri.
- Snorri Ketilsson riddari á Kolbeinsstöðum andaðist í Rómarferð.
Erlendis
breyta- 20. janúar - Jóhanna 1. varð drottning Napólí þegar Róbert afi hennar dó.
- Jón skalli Eiríksson var vígður Grænlandsbiskup en fór aldrei til Grænlands, enda fréttist eftir að hann var vígður að Árni Grænlandsbiskup væri enn á lífi og gegndi starfi sínu.
- Magnús Eiríksson sagði af sér sem konungur Noregs og Hákon 6. Magnússon var hylltur sem konungur. Hann var þó enn barn að aldri svo að í raun stjórnaði Magnús landinu áfram.
- Eiríkur Magnússon var útnefndur ríkisarfi í Svíþjóð.
- Játvarður svarti prins varð prins af Wales.
Fædd
- Konstansa af Aragóníu, Sikileyjardrottning, kona Friðriks einfalda (d. 1363).
- (sennilega) - Geoffrey Chaucer, enskt skáld (d. 1400).
Dáin
- 20. janúar - Róbert vitri Napólíkonungur (f. 1277).
- 16. september - Filippus 3. Navarrakonungur (f. 1306).