Helgi Sigurðsson (ábóti)

Helgi Sigurðsson (d. 21. desember 1343) var ábóti í Viðeyjarklaustri frá 1325 til dauðadags. Ætt hans er óþekkt.

Hann hafði verið kanúki í Þykkvabæjarklaustri en þegar Andrés drengur, ábóti í Viðey, var settur af árið 1325 var Helgi gerður ábóti í hans stað og vígður sama ár. Árið 1342 dvaldi Þorlákur Loftsson ábóti í Þykkvabæjarklaustri í Viðey hjá Helga ábóta um tíma, eftir að hann hafði verið hrakinn á brott úr eigin klaustri.

Eftir lát Helga ábóta breytti Jón Sigurðsson Skálholtsbiskup klaustrinu úr Ágústínusarklaustri í Benediktínaklaustur og skipaði Sigmund Einarsson príor. Klausturhaldi var þó breytt aftur til fyrra horfs 1352.

Heimildir breyta

  • „Viðeyjarklaustur. Sunnudagsblað Tímans, 23. júlí 1967“.
  • „Um klaustrin á Íslandi. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.