Göppingen er borg í sambandslandinu Baden-Württemberg í Þýskalandi. Borgin er aðallega þekkt fyrir hinn fornfræga gamla kastala Hohenstaufen og fyrir handbolta. Íbúar eru tæplega 55 þúsund (31. des 2013)

Göppingen
Skjaldarmerki Göppingen
Staðsetning Göppingen
SambandslandBaden-Württemberg
Flatarmál
 • Samtals59,22 km2
Hæð yfir sjávarmáli
323 m
Mannfjöldi
 (2013)
 • Samtals55.571
 • Þéttleiki938/km2
Vefsíðawww.goeppingen.de
Göppingen á 17. öld. Mynd eftir Matthäus Merian.
Maientag-hátíðin er ein elsta hátíð í suðurhluta Þýskalands sem enn er haldin

Göppingen liggur sunnarlega í Þýskalandi og austarlega í sambandslandinu Baden-Württemberg. Næstu borgir eru Stuttgart fyrir vestan (um 40 km) og Ulm fyrir suðaustan (um 50 km).

Orðsifjar

breyta

Bærinn hét upphaflega Geppingen og er nefndur eftir mannanafninu Geppo. Merkingin er því Bærinn hans Geppo.

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki borgarinnar er svart rádýrshorn á hvítum fleti. Fyrir ofan er rauð rönd. Rádýrshornið kemur fyrst fram á innsigli 1338. Á 15. öld var skildinum bætt við, 1855 voru litirnir fastsettir. Þeir höfðu áður verið nokkuð á reiki.

Saga Göppingen

breyta

Árið 1070 reisti Friðrik I frá Sváfalandi kastalavirkið Hohenstaufen. Kastali þessi var efst á hæð einni á núverandi borgarstæði Göppingen. Þar sátu konungar og keisarar Staufen-ættarinnar allt þar til sú ætt dó út á 13. öld. Árið 1154 kemur heitið Göppingen fyrst við skjöl, í skjali keisarans Friðriks Barbarossa. Borgin mun hafa myndast við hlíðar kastalans fornfræga og hafa fengið borgarréttindi síðla á 12. öld. 1425 eyðir stórbruni nær allri borginni. Aðeins eitt hús er sagt hafa staðið upp þegar eldar rénuðu. Árið 1635 létust 1.600 borgarbúar úr pest og rupli erlendra herja í 30 ára stríðinu. Þess er minnst með hinum árlega Maientag síðan 1650. Maientag er ein elsta hátíð í suðurhluta Þýskalands sem enn er viðhaldið. Árið 1782 brann borgin aftur nær til kaldra kola í stórbruna. Árið 1847 fékk Göppingen járnbrautartengingu og þar með hófst iðnbyltingin í borginni. Í mars 1945 varð borgin fyrir nokkrum loftárásum bandamanna. 300 manns létu lífið í þeim.

Íþróttir

breyta

Helsta íþróttagrein borgarinnar er handbolti. Félagið TPSG Frisch Auf! Göppingen er margfaldur þýskur meistari (níu sinnum), síðast 1972. Félagi hefur þar að auki tvisvar orðið Evrópumeistari (1960 og 1962).

Frægustu börn borgarinnar

breyta

(1964) Jürgen Klinsmann knattspyrnumaður og heimsmeistari 1990

Byggingar og kennileiti

breyta
 
Hohenstaufen-hæðin er friðlýst

Hohenstaufen kastalinn er einn fornfrægasti kastali Þýskalands. Hann var eyðilagður í bændauppreisninni 1525. Grjótið var nýtt til að reisa annan kastala. Hæðin þar sem kastalinn stóð áður er friðlýst.

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Göppingen“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.