Kjartan Jóhannsson

Kjartan Jóhannsson (19. desember 1939 - 13. nóvember 2020) var íslenskur stjórnmálamaður. Kjartan var formaður Alþýðuflokksins frá 1980 til 1984 og var formaður flokksins í alþingiskosningunum 1983. Áður var hann varaformaður Alþýðuflokksins frá 1974 til 1980. Kjartan gengdi embætti sjávarútvegsráðherra frá 1978 til 1979, var sjávarútvegs og viðskiptaráðherra frá 1979 til 1980 og var forseti neðri deildar Alþingis frá 1988 til 1989. Kjartan sat á Alþingi frá 1978 til 1989 fyrir Alþýðuflokkinn.

Kjartan árið 2014.
Kjartan á níunda áratugi 20. aldar.

Kjartan lauk stódentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959. Hann lauk námi við Stokkhólmsháskóla í rekstrarhagfræði árið 1963 og lauk MS-prófi í rekstrarverkfræði við Illinois Institute of Technology í Chicago árið 1965 og doktorsprófi þaðan árið 1969. Eftir að stjórnmálaferli hans lauk var Kjartan sendiherra Íslands fyrir Egyptaland, Eþíópíu, Tansaníu og Keníu frá 1989 til 1994. Frá 1994 til 2000 starfaði Kjartan sem aðalframkvæmdastjóri í EFTA og frá 2000 til 2006 var hann sendiherra Íslands fyrir Liechtenstein, Lúxemborg og Marokkó.