H5N1 er afar meinvirk fuglaflensu veira (m.ö.o. vírus af stofni A). Fyrsta þekkta tilfellið, þar sem veiran barst í menn, var árið 1997 í Hong Kong. Af þeim fyrstu 70 sem greindust fyrst létust 49. Sýking barst í menn í kjölfarið á faraldri í hænsnabúum í Hong Kong. Til að sporna við honum var hverjum einasta alifugli á svæðinu slátrað. Nafnið H5N1 kemur af einkennandi vökum á yfirborði veirunnar (sérstök prótín), gerð fimm af „hemagglutinin“ og gerð eitt af „neuraminidase“.

Fuglaflensuvírusinn (Mynd: Dr. Erskine Palmer, Centers for Disease Control and Prevention Public Health Image Library)

Til og með 1. nóvember 2005, hafa 122 sýkingar greinst í mönnum, þar af hafa 62 látist, utan Kína. Veirunnar hefur orðið vart meðal þrettán landa í Asíu og Evrópu. Að auki hafa um 120 milljón fuglar látist eða verið líflátnir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Veiran smitast einungis milli fugla en getur borist í menn komist þeir í mjög nána snertingu við smitaðan fugl. Hins vegar smitast hún ekki á milli manna í núverandi mynd. Ekki er hægt að útiloka að hún stökkbreytist og öðlist þann eiginleika en það er heldur ekkert hægt að fullyrða um það. Margir halda því þó fram að það muni gerast og telja að farsótt á borð við spænsku veikinni muni breiðast út en sérfræðingar benda þó á að eitthvað annað innflúensuafbrigði gæti allt eins valdið næstu farsótt.

Flutningur og sýking breyta

Í greininni er talað um dýr sem húsdýr, eða þá öll dýr að undanskildum manninum.
 
Lituð rafsjár mynd af H5N1 (gulllitaður) í nýrnafrumum hunds (Myns: C. Goldsmith, J. Katz and S. Zaki. Centers for Disease Control & Prevention Public Health Image Library. Image #1841.).

Vírusinn berst venjulega milli villtra fugla við beina snertingu þveitis af ýmsu tagi (skítur, munnvatn o.s.frv.). Þar sem farfuglar eru meðal þeirra er sýkjast, dreifist veiran um allan heim. Fuglaflensa hefur sprottið upp í suðausturlöndum og Austur–Asíu, þar sem mannfólk býr við þröngar aðstæður meðal svína og alifugla. Við þessar aðstæður getur vírusinn auðveldlega smitað menn og gæti stökkbreyst þannig að smit berist á milli manna.

Meirihluti sýkinga verður í suðausturlöndum og Austur–Asíu. Til að stemma stigu við útbreiðslu bregðast yfirvöld oftast við með því að slátra öllum dýrum sem sýkjast. Ef brugðist er við með hraði er hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu. Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa þó tjáð áhyggjur sínar um að sum ríki bregðist ekki við sem skildi. Kína hefur til dæmis áður neitað alvarlegri útbreiðslu sjúkdóma á borð við SARS og HIV.

H5N1 veiran er ekki talin hafa borist milli manna enn þá.

Varnir breyta

Til varnar útbreiðslu meðal dýra, eins og áður sagði, er öllum dýrum sem grunuð eru um sýkingu slátrað. Ferðalangar hafa jafnan verið beðnir um að gæta varúðar á svæðum þar sem nokkur útbreiðsla hefur mælst. Til dæmis hefur Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna sent frá sér leiðbeiningar til ríkisborgara sem lifa erlendis sérstaklega. Þeim er bent á að forðast alifuglabú og allan úrgang dýra, sérstaklega kjúklingadrit.[1]

Ef að til faraldurs kemur, er hægt að hægja á útbreiðslu hans með því að leita að H5N1 veirunni í loftsíum flugvéla.

Eins og stendur er ekki til bóluefni gegn H5N1, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni er verið að þróa það. Í ágúst 2005 tilkynntu vísindamenn að þeir hefðu prufað bóluefni á mönnum sem þeir töldu að virkaði gegn fuglaflensunni sem hefur verið að hrjá alifugla í Asíu og Evrópu.[2]

Einkenni breyta

H5N1 veldur svipuðum einkennum og aðrar inflúensuveirur sem leggjast á menn, t.d. sótthita, hósta, hálsbólgu, beinverkjum og harðsperrum. Hins vegar verða einkennin önnur í flestum alvarlegri tilfellum, til dæmis lungnabólga og andnauð, sem getur leitt til dauða. Þó hefur tárabólga sjaldan myndast í H5N1 smituðum,[3] en raunin hefur verið önnur með H7 vírusinn.

Meðferð breyta

„Neuraminidase“ hemlar, er flokkur lyfja sem hafa áhrif á ákveðin prótín (neuraminidase) í fuglaflensuveirunni. Zanamivir og oseltamavir eru lyf af þessari gerð, hið síðara er leyfisskylt sem forvarnar meðferð í Bretlandi. Oseltamivir, sem „ræðst á vírusa og kemur í veg fyrir frekari útbreiðslu“ inn í sjúklingi,[4] er markaðssett sem Tamiflu af fyrirtækinu Hoffmann-La Roche. Þetta lyf er það sem flestar ríkistjórnir og samtök hafa kosið að nota við undirbúning gegn H5N1 heimsfaraldri. Í ágúst 2005 samþykkti Hoffmann-La Roche að gefa WHO 3 milljón skammta af lyfinu, svo WHO gæti beitt lyfinu á farsóttarsvæðum. Þó svo að Tamiflu sé verndað einkarétti, þá geta ríki samkvæmt alþjóðalögum beitt þvingunarvaldi til þess að framleiða lyf sem bjarga mannslífum.

Önnur lyf, svo sem amantadine og rimantadine, hafa áhrif á M2 prótein, sem eru í jónagöngum veiruhimnunnar. Ólíkt zanamivir og oseltamavir, eru þessi lyf ódýr og hafði WHO upprunalega hugleitt að nota slík lyf ef kæmi til heimsfaraldurs. Hins vegar er mögulegt að virkni þessara lyfja hafi slaknað, vegna þess að alifuglar hafa verið fóðraði á amantadine með leyfi og hvatningu stjórnvalda í Kína frá 1990 til 2000, sem er óleyfilegt samkvæmt alþjóðareglum um húsdýr; af þessu hlýst gerð af veirunni sem er líkast til ónæmur þessum lyfjum og þar af leiðandi hættulegri mönnum en ella.[5]. Svo virðist, samt sem áður, sem að sú gerð af H5N1 sem borist hefur til Norður-Kína, Rússlands, Mongólíu, Kasakstans og Evrópu með villtum fuglum, sé ekki ónæm amantadine.

Aukin meinvirkni breyta

í júli 2004 bárust fregnir frá rannsóknarteymi, sem var leitt af H. Deng við Harbin Veterinary Research Institute og doktor Robert Webster við St Jude Children's Research Hospital, um niðurstöður rannsókna á músum sem höfðu verið sýktar af 21 mismunandi sýnum af H5N1 úr smituðum öndum sem fengust í Kína á árunum 1999 og 2002. Niðurstöðurnar sýndu „augljóst merki um stundlega aukna meinvirkni“ [6]. Dr. Webster sýndi enn fremur fram á frekari aukningu meinvirkni í músum og að meira magn af vírusum losnaði frá öndum, í niðurstöðum sínum í júlí 2005.

Smit og dauðsföll manna breyta

Fjöldi staðfestra H5N1 smita í mönnum
Tekið af vefsíðu WHO 20. mars 2006
Breyta
Land ár
2003 2004 2005 2006 Samtals
Kambódía smit 0 0 4 0 4
dauðsföll 0 0 4 0 4
Kína smit 0 0 8 7 15
dauðsföll 0 0 5 5 10
Indónesía smit 0 0 17 11 28
dauðsföll 0 0 11 10 21
Írak smit 0 0 0 2 2
dauðsföll 0 0 0 2 2
Taíland smit 0 17 5 0 22
dauðsföll 0 12 2 0 14
Tyrkland smit 0 0 0 12 12
dauðsföll 0 0 0 4 4
Víetnam smit 3 29 61 0 93
dauðsföll 3 20 19 0 42
Samtals smit 3 46 95 32 176
dauðsföll 3 32 41 21 97
Hlutfall látinna af þeim sem hafa smitast: 55.1%

Athugið: WHO skráir aðeins atvik sem hafa verið staðfest á rannsóknarstofu.
Fjöldi smitaðra og látinna er því líklega eitthvað hærri.

Heimildir: Communicable Disease Surveillance & Response (CSR), WHO. [7]
"Mortalities from a Flu Pandemic Hard to Predict" eftir Jon Hamilton. Morning Edition, 16. desember 2005. [8]


Heimildir breyta

  1. ^  Interim Guidance about Avian Influenza A (H5N1) for U.S. Citizens Living Abroad from the U.S. Centers for Disease Control and Prevention.
  2. ^  Oseltamivir (Tamiflu) information from United States National Institutes of Health.
  3. ^  Full text article online: "Avian Influenza A (H5N1) Infection in Humans" by The Writing Committee of the World Health Organization (WHO) Consultation on Human Influenza A/H5 in New England Journal of Medicine (29. september 2005) Volume 353 pages 1374-1385.
  4. ^  Bird Flu Drug Rendered Useless: Chinese Chickens Given Medication Made for Humans By Alan Sipress in the Washington Post Saturday, 18. júní 2005.
  5. ^  "AVIAN INFLUENZA: 'Pandemic Vaccine' Appears to Protect Only at High Doses" by Martin Enserink in Science, volume 309, page 996, 12. ágúst 2005
  6. ^  H5N1 Bird Flu Information Geymt 26 nóvember 2005 í Wayback Machine Used under the fair use policy of the United States copyright law, and under Wikipedia fair use policy See also: What is "Fair Use" in Copyright Law? Geymt 2 desember 2005 í Wayback Machine

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

 
Wikifréttir eru með grein sem tengist

Opinberar upplýsingar breyta

Rannsóknir breyta

Fréttir breyta

Almennar upplýsingar breyta