Lungnabólga er smitsjúkdómur og bólga í lungnavef og er orsakavaldur hennar örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi eiturefni.Lungnabólga er, eins og nafnið gefur til kynna bólga í lungunum, eða lungnavefnum, Það sem er algengast að orsaka sjúkdóminn eru örverur, t.d. veirur, bakteríur, sveppir, bakteríur og sníkjudýr, einnig getur orsökin verið innöndun á eitruðum gastegungum. En spurningin er hvernig örverurnar orsaka sjúkdóminn. Tökum sem dæmi, gerilveiru, hún festir sig við geril frumu og spýtir erfðaefni sínu í hana, svo myndast fleiri gerilveirur úr erfðaefninu og brjótast á endanum út, svo hópast þær saman, fjölga sér og ráðast á fleiri frumur. En inní gerast hlutirnir, þar taka veirurnar völdin og gerillinn fer að framleiða orku til að fjölga veirunum en hættir að sinna lífverunni sem hann er í. Þannig fær maður lungnabólgu og marga, marga aðra sjúkdóma. Svo smitast sjúkdómurinn líka, það gerist langoftast með andrúmslofti (úðasmiti), veirurnar geta ekki smitast með heitu blóði og fólk með lungnabólgu er oftast of veikburða til að kasta upp. Helstu einkenni lungnabólgu eru: Veirusýking áður en lungnabólgan kemur fram, sjúklingur fær snögga hrolli, háan hita, verk í brjóst og þurran hósta. Einum til tvemur sólarhringum síðar fylgir hóstanum ælukast en uppgangurinn getur verið rauður eða grænn, grænn vegna slíms og rauður vegna blóðs. Einnig getur sjuklingurinn fengið frunsur við munnin sem bendir til skertrar starfsemi ónæmiskerfisins. Sjúklingurinn andar einnig oft ört og grunnt sem segir til um það að hvoru megin lungnabólgan er. Ef sjúklingurinn er gamlingi þá getur hann oft orðið ruglaður um hvenær og hvar hann er. Þeir sem eru líklegastir til að fá lungna bólgu eru: Fólk sem hefur misst miltað, veikt roskið fólk, fólk sem þjáist af alkóhólisma og með skert ónæmiskerfi. Læknar greina sjúkdóminn oft með hrákasýni og til frekari greiningar er tekinn lungnamynd. Hvernig læknirinn læknar sjúkdóminn er hins vegar önnur saga. Það er vanalega gert með sýklalyfinu Pensillíni en hvaða áhrif hefur Pensillín á gerilveirunni sem skapaði öll þessi læti?

Steptococcus pneumoniae

Lungnabólgan hefur dregið marga fræga til dauða eins og Carl Sagan, René Descartes, William Styron og Bernie Mac

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.