Munnvatn
Munnvatn er utanfrumuvökvi sem myndast í munni manna og margra annarra dýra. Munnvatn myndast í munnvatnskirtlum í munninum. Munnvatn manna er um 99% vatn, en inniheldur auk þess jónefni, slím, hvít blóðkorn, vöðvaþekjufrumur (sem hægt er að sækja erfðaefni í), ensím (eins og lípasa og amýlasa) og sóttvarnarefni (eins og A-ónæmisglóbúlín og leysiensím).[1]
Ensím í munnvatni eru mikilvæg til að hefja meltingu sterkju og fitu í mat. Sömu ensím brjóta niður mataragnir sem festast milli tanna og verja þannig tennurnar fyrir bakteríuskemmdum.[2] Munnvatn virkar líka eins og smurefni, það bleytir upp í matnum og auðveldar dýrum að kyngja, auk þess að verja slímhúð munnsins fyrir þornun.[3]
Munnvatn gegnir mismunandi hlutverki hjá mismunandi dýrategundum. Sumar svölur nota límkennt munnvatn til að líma saman hreiður sín, sumar slöngur framleiða eitur í munnvatnskirtlum og sumar tegundir margfætla framleiða silki úr munnvatnskirtlum.
Tilvísanir
breyta- ↑ Nosek, Thomas M. Essentials of Human Physiology, Section 6, Chapter 4. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. janúar 2016.
- ↑ Fejerskov, O.; Kidd, E. (2007). Dental Caries: The Disease and Its Clinical Management (2nd. útgáfa). Wiley-Blackwell. ISBN 978-1-4051-3889-5.
- ↑ Edgar, M.; Dawes, C.; O'Mullane, D. (2004). Saliva and Oral Health (3. útgáfa). British Dental Association. ISBN 978-0-904588-87-3.