Munnvatn er utanfrumuvökvi sem myndast í munni manna og margra annarra dýra. Munnvatn myndast í munnvatnskirtlum í munninum. Munnvatn manna er um 99% vatn, en inniheldur auk þess jónefni, slím, hvít blóðkorn, vöðvaþekjufrumur (sem hægt er að sækja erfðaefni í), ensím (eins og lípasa og amýlasa) og sóttvarnarefni (eins og A-ónæmisglóbúlín og leysiensím).[1]

Munnvatn á vörum barns.

Ensím í munnvatni eru mikilvæg til að hefja meltingu sterkju og fitu í mat. Sömu ensím brjóta niður mataragnir sem festast milli tanna og verja þannig tennurnar fyrir bakteríuskemmdum.[2] Munnvatn virkar líka eins og smurefni, það bleytir upp í matnum og auðveldar dýrum að kyngja, auk þess að verja slímhúð munnsins fyrir þornun.[3]

Munnvatn gegnir mismunandi hlutverki hjá mismunandi dýrategundum. Sumar svölur nota límkennt munnvatn til að líma saman hreiður sín, sumar slöngur framleiða eitur í munnvatnskirtlum og sumar tegundir margfætla framleiða silki úr munnvatnskirtlum.

Tilvísanir breyta

  1. Nosek, Thomas M. Essentials of Human Physiology, Section 6, Chapter 4. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. janúar 2016.
  2. Fejerskov, O.; Kidd, E. (2007). Dental Caries: The Disease and Its Clinical Management (2nd. útgáfa). Wiley-Blackwell. ISBN 978-1-4051-3889-5.
  3. Edgar, M.; Dawes, C.; O'Mullane, D. (2004). Saliva and Oral Health (3. útgáfa). British Dental Association. ISBN 978-0-904588-87-3.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.