EV3 Pílagrímaleiðin
EV3 Pílagrímaleiðin er EuroVelo-hjólaleið sem liggur frá Þrándheimi í Noregi til Santiago de Compostela á Spáni. Leiðin er 5.122 km að lengd og liggur í gegnum sjö lönd: Noreg, Svíþjóð, Danmörku, Þýskaland, Belgíu, Frakkland og Spán. Leiðin gegnum Danmörku og hluti leiðarinnar gegnum Þýskaland og Frakkland er á tilbúnum leiðum.
Leiðin
breyta- Noregur: Leiðin liggur frá Þrándheimi, gegnum Røros, Lillehammer og Osló að landamærum Svíþjóðar.
- Svíþjóð: Leiðin liggur um Strömstad, Lysekil, Stenungsund að Gautaborg þar sem ferja gengur til Frederikshavn í Danmörku.
- Danmörk: Leiðin liggur eftir Herleiðinni (sem er hluti af Danmarks nationale cykelruter) suður eftir Jótlandi, frá Frederikshavn, gegnum Álaborg, Hobro, Viborg, Vejen, Vojens, Rødekroog og Padborg að landamærum Þýskalands við Kruså.
- Þýskaland: Leiðin liggur um Flensborg, Hamborg, Bremen, Münster, Düsseldorf, Köln, Bonn til Aachen. Leiðin liggur eftir pílagrímaleiðinni sem er merkt sem landsleið D7.
- Belgía: Leiðin liggur um Liège, Huy, Andenne, Namur, Sambreville, Charleroi, Thuin og Erquelinnes.
- Frakkland: Leiðin liggur um Compiègne, París, Orléans, Tours, Bordeaux til Saint-Jean-Pied-de-Port. Leiðin frá Orléans til Tours meðfram Loire er á aðskildum stígum. Leiðin liggur yfir Pýreneafjöll við Arnéguy.
- Spánn: Leiðin liggur um Pamplóna, Burgos og León til Santiago de Compostela.
Myndir
breyta-
EuroVelo í Charleroi (Belgíu).
-
Meðfram Ourcq-skurðinum í Frakklandi.
-
Stígur við Gironde.