Radnetz Deutschland
Radnetz Deutschland er landsnet hjólaleiða í Þýskalandi. Það var sett upp sem tímabundið samstarfsverkefni ríkis og sambandslanda, Landshjólreiðaáætlun, sem hófst 2002 og lauk 2012. Landsnetið telur 12 hjólaleiðir, svokallaðar D-leiðir (D stendur fyrir Deutschland), samtals 11.700 km að lengd.
Leiðirnar eru merktar með merki sem sýnir teinahjól þar sem annar helmingurinn er númerið á rauðum grunni. Leiðir 1-6 eru austur-vesturleiðir og 7-12 eru norður-suðurleiðir. Margar af þessum leiðum eru hlutar af lengri EuroVelo-leiðum.