Claude Elwood Shannon (30. apríl 1916 - 24. febrúar, 2001) hefur verið nefndur „faðir upplýsingakenningarinnar“, og var frumkvöðullinn á bak við nútíma rökrásagerð. Hann fæddist í Petoskey, Michigan og var fjarskyldur ættingi Thomas Edison. Á uppvaxtarárunum starfaði hann sem sendill fyrir Western Union.

Claude E. Shannon

Lífsferill

breyta

Árið 1932 hóf Shannon nám við Michigan-háskóla, þar sem hann lærði meðal annars um verk George Boole. Hann útskrifaðist árið 1936 með tvær B.S. gráður, annars vegar í rafmagnsverkfræði og hins vegar í stærðfræði. Hann fluttist þá til MIT í framhaldsnám, þar sem hann vann við diffurgreinisvél Vannevar Bush, sem var hliðræn tölva.

Árið 1937 skrifaði hann mastersritgerð sína, A Symbolic Analysis of Relay and Switching Circuits, þar sem hann sannaði að booleísk algebra og tvíundarreikningur gætu nýst til einföldunar á röðun og skipulagi rafeindafræðilegra rofa (e. relay) sem voru á þeim dögum notaðar í samskiptabrautum símkerfa. Hann sneri svo þessari hugmynd sinni á hvolf og sýndi fram á það að mögulegt sé að nota sams konar rofa, raðað upp með ákveðnum hætti, til þess að leysa booleískar stæður. Þessi hugmynd - að nýta rafmagn til þess að reikna stærðfræði - er grunnurinn að öllum nútíma stafrænum tölvum, og þessi ritgerð varð grundvöllurinn fyrir stafrænar rafrásir eftir Seinni heimsstyrjöld.

Howard Gardner frá Harvard-háskóla kallaði ritgerð Shannons „hugsanlega mikilvægustu, en jafnframt frægustu, mastersritgerð aldarinnar“. Ritgerðin var gefin út í 1938 útgáfu blaðsins Transactions of the American Institute of Electrical Engineers, og árið 1940 fékk Shannon Alfred Noble American Institute of American Enginners Award verðlaunin.

Vegna þessarar velgengni lagði Vannevar Bush til að Shannon fylgdi sér í Cold Spring Harbor Laboratory til þess að þróa svipuð stærðfræðileg tengsl fyrir Mendelíska erfðafræði, sem leiddi af sér doktorsritgerð hans árið 1940 - Algebra fyrir erfðafræði. Shannon byrjaði þá að starfa hjá Bell Labs þar til að hann sneri aftur til MIT á 6. áratugnum.

Árið 1948 gaf Shannon út A Mathematical Theory of Communication, eða Stærðfræðileg samskiptakenning, sem síðar hefur verið nefnd einfaldlega Upplýsingakenningin. Ritgerðin beinist að vandamálinu um það hvernig skal setja saman við móttöku upplýsingar sem sendandi hefur sent frá sér. Þessi ritgerð nýtist við slembigreiningu og stór frávik, sem voru þá tiltölulega ný hugtök meðal stærðfræðinga. Shannon þróaði upplýsingaóreiðu sem mælieiningu á ofaukinn gagnaflaum, og útreiknanleiki óreiðu í upplýsingum kjarninn í öllum þjöppunarreikniritum.

Hann skrifaði síðar bók með Warren Weaver að nafni The Mathematical Theory of Communication, sem er stutt og aðgengileg útgáfa af fyrri ritgerð hans. Önnur grein sem hann gaf út 1949 var Samskiptakenning öryggiskerfa, mjög mikilvæg viðbót við dulmálsfræði. Hann er einnig kenndur við uppgötvun úrtökukenningarinnar.

Shannon var þekktur fyrir að vera mikill hugsuður; margir hafa staðhæft að hann hafi getað skrifað heilu ritgerðirnar eftir minni, villulaust. Hann var mjög sjaldan staðinn að verki við að skrifa hugmyndir og hugsannir á pappír eða töflu, heldur leysti hann flest vandamál í huganum. Utan við akademísk markmið hafði Shannon áhuga á hlutakasti, einhjólun, og skák. Hann fann einnig upp mörg tæki, m.a. skákvél, rakettuknúna pogo-stöng og trompet með innbyggðri eldvörpu. Hann kynntist konu sinni, Betty Shannon, þegar hún starfaði sem tölugreinir hjá Bell Labs.

Frá 1958 til 1978 var hann prófessor við Massachusetts tæknistofnuninni. Í minningu afreka hans voru margar sýningar á verkum hans árið 2001. Þrjár styttur af Shannon hafa verið reistar; ein við Michigan-háskóla, ein við Massachusetts tæknistofnunina, og ein við Bell Labs.

Verðlaun, orður, gráður og nafnbætur

breyta

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  • C. E. Shannon: „A mathematical theory of communication.“ Bell System Technical Journal, vol. 27, pp. 379-423 and 623-656, júlí og október, 1948. (PDF Geymt 15 júlí 1998 í Wayback Machine, PS Geymt 1 október 2007 í Wayback Machine)
  • Claude E. Shannon and Warren Weaver: The Mathematical Theory of Communication. The University of Illinois Press, Urbana, Illinois, 1949. ISBN 0-252-72548-4

Ítarefni

breyta