Íslensku bjartsýnisverðlaunin
(Endurbeint frá Bjartsýnisverðlaun Brøstes)
Íslensku bjartsýnisverðlaunin (áður Bjartsýnisverðlaun Brøstes) eru íslensk menningarverðlaun sem veitt eru árlega til íslensks listamanns „sem með list sinni hefur stuðlað að bjartsýnu lífsviðhorfi“. Verðlaunin voru stofnuð af Peter Brøste hjá Brøste A/S í Kaupmannahöfn. Þau voru veitt í fyrsta skipti 15. júní 1981 Garðari Cortes óperusöngvara.
1999 hætti Brøste að styðja verðlaunin og tók þá Rio Tinto Alcan - ISAL Straumsvík við. Eftir það hafa verðlaunin heitið Íslensku bjartsýnisverðlaunin.
Verðlaunahafar
breytaÞessir listamenn hafa hlotið Bjartsýnisverðlaunin:
- 2023 - Laufey Lín Jónsdóttir
- 2022 - Sigríður Soffía Níelsdóttir
- 2021 - Fríða Ísberg
- 2020 - Ari Eldjárn
- 2019 - Hildur Guðnadóttir
- 2018 - Daníel Bjarnason
- 2017 - Margrét Örnólfsdóttir
- 2016 - Elín Hansdóttir
- 2015 - Ólafur Arnalds
- 2014 - Hugi Guðmundsson
- 2013 - Ragnar Kjartansson
- 2012 - Helga Arnalds
- 2011 - Sigrún Eldjárn
- 2010 - Gísli Örn Garðarsson
- 2009 - Víkingur Heiðar Ólafsson
- 2008 - Brynhildur Guðjónsdóttir
- 2007 - Guðný Halldórsdóttir
- 2006 - Hörður Áskelsson
- 2005 - Ragnhildur Gísladóttir
- 2004 - Dagur Kári Pétursson
- 2003 - Hilmar Örn Hilmarsson
- 2002 - Andri Snær Magnason
- 2001 - Björn Steinar Sólbergsson
- 2000 - Hilmir Snær Guðnason
- 1999 - Björk Guðmundsdóttir
- 1998 - Gyrðir Elíasson
- 1997 - Karólína Lárusdóttir
- 1996 - Haukur Tómasson
- 1995 - Friðrik Þór Friðriksson
- 1994 - Helga Ingólfsdóttir
- 1993 - Kristján Jóhannsson
- 1992 - Sigrún Eðvaldsdóttir
- 1991 - Helgi Gíslason
- 1990 - Leifur Breiðfjörð
- 1989 - Hlíf Svavarsdóttir
- 1988 - Einar Már Guðmundsson
- 1987 - Guðmundur Emilsson
- 1986 - Kjartan Ragnarsson
- 1985 - Ágúst Guðmundsson
- 1984 - Helgi Tómasson
- 1983 - Þorgerður Ingólfsdóttir
- 1982 - Bragi Ásgeirsson
- 1981 - Garðar Cortes