Ragnhildur Gísladóttir
íslensk söngkona
Guðmunda Ragnhildur Gísladóttir, einnig þekkt sem Ragga Gísla (f. 7. október 1956), er íslensk söngkona og tónskáld.
Ragnhildur útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistaskólanum í Reykjavík,[1] lauk BA-prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og MA-prófi frá sama skóla árið 2013.[2] Ragnhildur var söngkona í hljómsveitunum Lummunum, Grýlunum og Stuðmönnum og hefur einnig leikið í kvikmyndunum Með allt á hreinu, Í takt við tímann, Karlakórinn Hekla og Ungfrúin góða og húsið.
Árið 2012 hlaut Ragnhildur riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Ismus.is, „Ragnhildur Gísladóttir“ (skoðað 2. ágúst 2019)
- ↑ „Getur núna fyrst kallað sig tónsmið“, 24 stundir, 30. apríl 2008 (skoðað 2. ágúst 2019)
- ↑ Mbl.is, „Ellefu sæmd fálkaorðu“ (skoðað 2. ágúst 2019)