Ragnhildur Gísladóttir

íslensk söngkona

Guðmunda Ragnhildur Gísladóttir, einnig þekkt sem Ragga Gísla (f. 7. október 1956), er íslensk söngkona og tónskáld.

Ragnhildur útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistaskólanum í Reykjavík,[1] lauk BA-prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og MA-prófi frá sama skóla árið 2013.[2] Ragnhildur var söngkona í hljómsveitunum Lummunum, Grýlunum og Stuðmönnum og hefur einnig leikið í kvikmyndunum Með allt á hreinu, Í takt við tímann, Karlakórinn Hekla og Ungfrúin góða og húsið.

Árið 2012 hlaut Ragnhildur riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Ismus.is, „Ragnhildur Gísladóttir“ (skoðað 2. ágúst 2019)
  2. „Getur núna fyrst kallað sig tónsmið“, 24 stundir, 30. apríl 2008 (skoðað 2. ágúst 2019)
  3. Mbl.is, „Ellefu sæmd fálkaorðu“ (skoðað 2. ágúst 2019)