Helgi Tómasson
Dr. Helgi Tómasson (25. september 1896 – 2. ágúst 1958) var yfirlæknir á Kleppsspítala frá 1929 þegar nýtt hús spítalans var tekið í notkun. Hann er faðir Ragnhildar Helgadóttur fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Mikið fjölmiðlamál varð úr deilum hans við Jónas Jónsson frá Hriflu árið 1930 sem fékk nafnið „Stóra bomba“.
Helgi fæddist á Vatnseyri við Patreksfjörð. Hann varð stúdent við Menntaskólann í Reykjavík árið 1915. Útskrifaðist síðari sem Cand.med frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1927 sem sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum.
Helgi varð yfirlæknir Kleppsspítala í Reykjavík frá 1929 og starfaði þar til æviloka. Hann var auk þess kennari við Háskóla Íslands í geðsjúkdómafræðum frá árinu 1930. Hann var formaður Geðverndarfélags Íslands frá 1949 til æviloka. Og skátahöfðingi Íslands frá 1938 þar til hann lést.