Ariana Grande

Bandarísk söngkona og leikkona

Ariana Grande-Butera (f. 26. júní 1993) er bandarísk söngkona og leikkona. Hún fæddist í Boca Raton, Flórída og er af ítölskum ættum. Hún varð fyrst fræg fyrir hlutverkið sitt sem Cat Valentine í sjónvarpsþáttunum Victorious og Sam & Cat á Nickelodeon. Þegar Grande var fimmtán ára lék hún Charlotte í Broadway söngleiknum 13. Einnig lék hún í kvikmyndinni Swindle þar sem hún fór með hlutverkið Amanda Benson, eða Mandy the Mutant.

Ariana Grande
Grande árið 2024
Fædd
Ariana Grande-Butera

26. júní 1993 (1993-06-26) (31 árs)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • leikari
Ár virk2008–í dag
MakiDalton Gomez (g. 2021; sk. 2024)
ÆttingjarFrankie Grande (hálfbróðir)
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
ÚtgefandiRepublic
Vefsíðaarianagrande.com
Undirskrift

Fyrsta breiðskífa Grande var Yours Truly (2013) sem náði góðum vinsældum þar sem lagið „The Way“ komst í topp tíu á Billboard Hot 100. My Everything (2014) var önnur platan hennar og inniheldur hún lög í EDM stíl. Á plötunni má finna lögin „Problem“, „Bang Bang“ og „Break Free“ sem hlutu mikilla vinsælda. Þriðja platan, Dangerous Woman (2016), var fyrsta breiðskífa Grande til að lenda í fyrsta sæti í Bretlandi. Persónulegir erfiðleikar höfðu áhrif á fjórðu og fimmtu plötu hennar, Sweetener (2018) og Thank U, Next (2019), og eru lögin í stíl við trapp tónlistarstefnuna. Platan Thank U, Next sló ýmis met og varð hún mest streymda popp plata í útgáfuviku í sögu Bandaríkjanna.[1] Einnig var hún tilnefnd sem breiðskífa ársins af Grammy-verðlaununum. Grande varð fyrsti einstaklings tónlistarmaðurinn til að eiga þrjú efstu lögin samtímis á Billboard Hot 100; „7 Rings“, „Break Up with Your Girlfriend, I'm Bored“ og „Thank U, Next“. Sjötta og sjöunda platan hennar, Positions (2020) og Eternal Sunshine (2024), náðu fyrsta sæti í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Ariana Grande-Butera var fædd þann 26. júní 1993 í Boca Raton, Flórída.[2] Móðir hennar, Joan Grande, er framkvæmdastjóri House-McCann Communications sem sér um framleiðslu á boðskiptakerfum og öryggisbúnaði. Faðir hennar, Edward Butera, er grafískur hönnuður og á sitt eigið fyrirtæki í Boca Raton. Grande er af ítölskum ættum og hefur lýst sjálfri sér sem ítölsk-bandarískri með rætur að rekja til Sikileyjar og Abrútsi.[3] Hún á eldri hálfbróður, Frankie Grande, og eru þau sammæðra. Hann er leikari, dansari og framleiðandi. Hún viðheldur góðu sambandi við ömmu sína í móðurætt, Marjorie Grande, sem hún kallar „Nonna“. Fjölskylda Grande flutti frá New York til Flórída fyrir fæðingu hennar, og skildu foreldrar hennar þegar hún var átta ára gömul.[4]

Þegar hún var yngri, kom hún fram í Fort Lauderdale Children's Theater þar sem hún lék í ýmsum leikritum. Fyrsta hlutverkið hennar var í söngleiknum Annie og lék hún einnig í The Wizard of Oz og Beauty and the Beast. Á þessum tíma gekk Grande í Pine Crest School og North Broward Preparatory School.[5] Þegar Grande var átta ára, söng hún þjóðsöng Bandaríkjanna, „The Star-Spangled Banner“, á heimaleik Panthers.[6]

Ferill

breyta

2008–2012: Byrjun ferilsins og Nickelodeon

breyta
 
Grande við frumsýningu Harry Potter (2011)

Árið 2008 fékk Grande hlutverk í Broadway söngleiknum 13 sem klappstýran Charlotte. Á sama tíma hætti hún að mæta í skólann en var þó ennþá skráð og fékk einkakennslu.[7] Fyrsta hlutverkið hennar í sjónvarpi var í Nickelodeon þáttunum Victorious þar sem hún lék persónuna Cat Valentine. Þættirnir voru fyrst sýndir í mars 2010 og hlaut fyrsti þátturinn 5,7 milljón áhorf.[8] Þeir gengu yfir fjórar þáttaraðir og var seinasti þátturinn sýndur þann 17. júlí 2014. Eftir fyrstu seríuna byrjaði Grande að vinna í sinni fyrstu breiðskífu. Það var þó ekki fyrr en í desember 2011 þegar hún gaf út fyrsta lagið sitt, „Put Your Hearts Up“.[9]

2013–2015: Yours Truly og My Everything

breyta

Fyrsta breiðskífa Grande var Yours Truly en gekk upprunalega undir nafninu Daydreamin'. Platan var gefin út 30. ágúst 2013 og náði fyrsta sæti á bandaríska plötulistanum Billboard 200. Í fyrstu vikunni seldust 138.000 eintök.[10] Á plötunni má finna „The Way“ sem var flutt ásamt rapparanum Mac Miller. Fyrir auglýsingu plötunnar tók hún m.a. upp lag með Nathan Sykes úr The Wanted og kom fram á tónleikum hjá Justin Bieber.[11] Hún hóf einnig stutta tónleikaför undir nafninu The Listening Sessions. Undir lok árs gaf hún út stuttskífuna Christmas Kisses.

My Everything var önnur plata Grande sem var gefin út 25. ágúst 2014 og komst hún efst á Billboard 200.[12] Á henni má finna lög ásamt Iggy Azalea, Zedd og The Weeknd. Sama ár kom Grande fram á laginu „Bang Bang“ ásamt Nicki Minaj og Jessie J. Hún hóf fyrsta stóra tónleikaferðalagið sitt árið 2015 og kallaði það The Honeymoon Tour. Haldnir voru tónleikar í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku. Önnur stuttskífan, Christmas & Chill kom út sama ár.

2015–2017: Dangerous Woman

breyta

Grande byrjaði upptökur við þriðju plötuna Dangerous Woman, upprunalega undir nafninu Moonlight, árið 2015. Árið eftir gaf hún út lagið undir sama nafni sem náði tíunda sæti á Billboard Hot 100. Önnur vinsæl lög af plötunni eru „Focus“, „Into You“ og „Side to Side“ með Nicki Minaj. Platan var gefin út 20. maí 2016 og náði hún öðru sæti á Billboard 200.[13]

Í febrúar 2017 hóf hún tónleikaferðina Dangerous Woman Tour. Þann 22. maí 2017 var gerð sjálfsmorðsárás á einum tónleikum Grande þar sem 22 manns létust og hundruðir særðust. Ferðalaginu var tímabundið aflýst og voru góðgerðartónleikarnir One Love Manchester haldnir þann 4. júní.[14] Á þeim söfnuðust 23 milljónir dollara sem var gefið til þeirra sem urðu fyrir áhrifum árásarinnar. Á tónleikunum komu nokkrir þekktir söngvarar fram; Liam Gallagher, Robbie Williams, Justin Bieber, Katy Perry, Miley Cyrus ásamt öðrum.[15]

2018–2019: Sweetener og Thank U, Next

breyta
 
Grande að flytja „God is a Woman“ á 2018 Video Music Awards í New York

Grande byrjaði að vinna í fjórðu plötunni, Sweetener, ásamt Pharrell Williams árið 2016 en vegna árásarinnar í Manchester var verkefnið sett á pásu. Það var ekki fyrr en 17. ágúst 2018 sem að platan var gefið út. Á henni má finna lögin „No Tears Left to Cry“ og „God is a Woman“. Fjórir tónleikar voru haldnir fyrir plötuna undir nafninu The Sweetener Sessions.

Í nóvember 2018 gaf Grande út lagið „Thank U, Next“ og þar af leiðandi tilkynnti fimmtu plötuna undir sama nafni. Mörg met voru slegin, þar á meðal var það mest horfða tónlistarmyndbandið á YouTube á einum degi, og var það mest streymda lagið eftir söngkonu á Spotify innan sólarhrings.[16][17] Það met stóð ekki lengi þar sem lagið „7 Rings“ var gefið út stuttu eftir sem varð eitt vinsælasta lag Grande frá upphafi. Þriðja laginu af plötunni, „Break Up with Your Girlfriend, I'm Bored“, var svo gefið út og varð Grande fyrsti einstaklings tónlistarmaðurinn til að eiga þrjú efstu lögin samtímis á Billboard Hot 100. Því afreki var seinast náð af Bítlunum árið 1964.[18] Platan Thank U, Next var síðan gefin út þann 8. febrúar 2019.

Grande var tilnefnd til ýmissa verðlauna, m.a. Grammy Awards, Brit Award, Billboard Music Awards og MTV Video Music Awards. Í mars 2019 hóf hún fjórða tónlistarferðalagið sitt, Sweetener World Tour, sem var kynning fyrir báðar plöturnar.

2020–2023: Positions

breyta

Í byrjun árs 2020 var Grande tilnefnd til margra verðlauna á iHeartRadio Music Awards. Í maí gaf hún út lagið „Stuck with U“ með Justin Bieber í góðgerðarskyni vegna COVID-19 faraldursins.[19] Sama mánuð gaf hún út „Rain on Me“ með Lady Gaga sem seinna vann verðlaunin lag ársins á MTV Video Music-verðlaununum og Grammy-verðlaun.

Positions var sjötta plata Grande sem var gefin út 30. október 2020. Hún náði fyrsta sæti á Billboard 200 og var fimmta platan hennar til að gera svo.[20] Á plötunni má finna lög með Doja Cat og The Weeknd. Þann 14. október 2020 var tilkynnt að Grande myndi koma fram í Netflix kvikmyndinni Don't Look Up ásamt Leonardo DiCaprio, Jennifer Lawrence og Meryl Streep. Myndin var gefin út á veitunni þann 24. desember 2021. Í mars 2021 undirritaði hún samning að hún myndi verða dómari í tuttugasta og fyrstu seríu af The Voice.

2024–í dag: Wicked og Eternal Sunshine

breyta

Í nóvember 2021 var tilkynnt að Grande myndi leika Glinda í kvikmyndum byggðar á söngleiknum Wicked. Fyrsti hlutinn, Wicked: Part One, var frumsýndur 22. nóvember 2024.[21][22]

Þann 17. janúar 2024 tilkynnti Grande að sjöunda breiðskífan hennar myndi heita Eternal Sunshine.[23] Smáskífan „Yes, And?“ var gefin út 12. janúar 2024 ásamt tónlistarmyndbandi.[24] Lagið náði fyrsta sæti á Billboard Hot 100. Eternal Sunshine var gefin út 8. mars 2024 ásamt annarri smáskífunni „We Can't Be Friends (Wait for Your Love)“. Bæði platan og smáskífan komust í fyrsta sæti á Billboard 200 og Hot 100 í útgáfuviku.[25] Þriðja smáskífan, „The Boy Is Mine“, var síðan gefin út 11. júní 2024.

Einkalíf

breyta

Heilsa og einkatrú

breyta

Grande hefur glímt við blóðsykursfall (e. hypoglycemia), sem hún telur að sé vegna léglegrar mataræðis.[26] Hún þjáist af áfallastreituröskun (PTSD) og kvíða eftir hryðjuverkaárásina í Manchester árið 2017.[27] Hún hefur einnig sagt að hún hefur verið hjá sálfræðingi í meira en áratug, eftir að hún byrjaði að fá hjálp stuttu eftir skilnað foreldra hennar.[28]

Hún var alin upp sem rómversk-kaþólsk en hætti í trúnni þar sem hún stendur gegn afstöðu kirkjunnar gagnvart samkynhneigð, þar sem hálfbróðir hennar Frankie er samkynhneigður.[29][30] Nokkur lög frá henni, eins og „Break Your Heart Right Back“, styðja réttindi hinsegin fólks.[31] Hún hefur einnig staðið fyrir jákvæðu viðhorfi á tjáningu kynvitunds og kynhneigðar.[32]

Samband

breyta

Grande byrjaði í sambandi með fasteignasalanum Dalton Gomez í janúar 2020.[33] Ekki var vitað mikið um samband þeirra fyrr en það var opinberað í tónlistarmyndbandinu hennar og Justin Bieber fyrir lagið „Stuck with U“.[34] Grande tilkynnti trúlofun þeirra þann 20. desember 2020, og héldu þau athöfnina þann 15. maí 2021 þar sem þau giftu sig heima hjá sér í Montecito, Kaliforníu.[35] Þau skildu í mars árið 2024.[36]

Útgefið efni

breyta

Tónleikaför

breyta

Ferðalög

breyta
  • The Listening Sessions (2013)
  • The Honeymoon Tour (2015)
  • Dangerous Woman Tour (2017)
  • Sweetener World Tour (2019)

Kynning

breyta
  • The Sweetener Sessions (2018)

Opnunaratriði

breyta

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
  • Snowflake, the White Gorilla (2011)
  • Underdogs (2016)
  • Zoolander 2 (2016)
  • Mariah Carey's Magical Christmas Special (2020)
  • Ariana Grande: Excuse Me, I Love You (2020)
  • Billie Eilish: The World's a Little Blurry (2021)
  • Don't Look Up (2021)

Leiklist

breyta
Ár Leikrit Hlutverk Staðsetning
2008 13 Charlotte Broadway
2012 A Snow White Christmas Snow White Pasadena Playhouse

Tilvísanir

breyta
  1. Caulfield, Keith (17. febrúar 2019). „Ariana Grande's 'Thank U, Next' Debuts at No. 1 on Billboard 200 Chart With Biggest Streaming Week Ever for a Pop Album“. Billboard (bandarísk enska). Sótt 18. febrúar 2019.
  2. Sheets, Connor Adams (6. október 2013). „Who Is Ariana? All About Ariana Grande, Leader of the Arianators“. International Business Times. Sótt 7. febrúar 2015.
  3. Grande, Ariana [@ArianaGrande] (22. febrúar 2011). „I am Italian American, half Sicilian and half Abruzzese xx RT @_mylifestory @ArianaGrande What is your nationality? :)“ (X). Afrit af uppruna á 3. desember 2018. Sótt 29. nóvember 2018 – gegnum X.
  4. Goodman, Lizzy (15. ágúst 2014). „Billboard Cover: Ariana Grande on Fame, Freddy Krueger and Her Freaky Past“. Billboard. Sótt 1. september 2014.
  5. Wilson, Olivia (9. desember 2014). „16 Celebrities You Didn't Know Went to Boarding or Prep School“. Teen. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2017. Sótt 31. maí 2016.
  6. Ariana Grande at 8 years old singing National Anthem – YouTube (via Ariana Grande Official Artist Channel). Sótt 28. október 2021.
  7. „Ariana Grande“. Time for Kids. 5. desember 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. desember 2013. Sótt 7. september 2014.
  8. Seidman, Robert (29. mars 2010). „Nickelodeon Scores 2nd Biggest "Kids' Choice Awards"; "Victorious" Bows to 5.7 Million“. TVByTheNumbers.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. júlí 2015. Sótt 3. september 2014.
  9. „Artist Biography by Stephen Thomas Erlewine“. AllMusic. Sótt 28. ágúst 2014.
  10. Caulfield, Keith (11. september 2013). „Ariana Grande Debuts At No. 1 On Billboard 200“. Billboard. Sótt 11. september 2013.
  11. Vena, Jocelyn (29. júlí 2013). „Ariana Grande 'Working Out A Lot' Before Justin Bieber Tour“. MTV. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júlí 2018. Sótt 30. ágúst 2014.
  12. Caulfield, Keith (2. september 2014). „Ariana Grande Nabs Second No. 1 Album In Less Than a Year“. Billboard. Sótt 5. september 2014.
  13. Caulfield, Keith (29. maí 2016). „Drake's Views Still No. 1 on Billboard 200, Ariana Grande and Blake Shelton Debut at Nos. 2 & 3“. Billboard.
  14. „Hjartnæmt kvöld í Manchester“. mbl.is. 4. júní 2017.
  15. Smirke, Richard (4. júní 2017). „Bravery, Resilience Shine as Ariana Grande Leads All-Star Benefit Concert for Victims of Manchester Bombing“. Billboard.
  16. „Grande's 'thank u, next' bests Adele to fastest 100 million views“. Reuters. 4. desember 2018. Sótt 4. desember 2018.
  17. „Ariana Grande breaks 100m Spotify streams record with "thank u, next". Fader.
  18. Trust, Gary (19. febrúar 2019). „Ariana Grande Claims Nos. 1, 2 & 3 on Billboard Hot 100, Is First Act to Achieve the Feat Since The Beatles in 1964“. Billboard. Sótt 19. febrúar 2019.
  19. Helga Margrét Höskuldsdóttir (8. maí 2020). „Bieber og Grande safna fyrir börnum framvarðarsveita“. RÚV.
  20. Caulfield, Keith (8. nóvember 2019). „Ariana Grande Claims Fifth No. 1 Album on Billboard 200 Chart With 'Positions'. Billboard. Sótt 9. nóvember 2020.
  21. Shafer, Ellise; Donnelly, Matt (4. nóvember 2021). „Ariana Grande and Cynthia Erivo to Star in 'Wicked' Musical for Universal“. Variety. Sótt 4. nóvember 2021.
  22. Petski, Densie (14. mars 2023). „Universal Moves Up 'Wicked' Part 1 Release Date“. Deadline. Sótt 26. ágúst 2023.
  23. Mier, Tomás (27. desember 2023). „Ariana Grande Finally Teases New Music Era: 'See You Next Year'. Rolling Stone. Sótt 27. desember 2023.
  24. Spanos, Brittany. „Ariana Grande Strikes A Pose With House Single 'Yes, And?'. Rolling Stone. Sótt 12. janúar 2024.
  25. Garcia, Thania (18. mars 2024). „Ariana Grande Scores Sixth No. 1 Album and Launches 'We Can't Be Friends (Wait for Your Love)' to Top of Hot 100“. Variety. Afrit af uppruna á 18. mars 2024. Sótt 20. mars 2024.
  26. Carbone, Gina (19. júní 2013). „Nickelodeon Star Ariana Grande Addresses Eating Disorder Rumors“. WetPaint. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. september 2019. Sótt 11. desember 2018.
  27. Sheridan, Emily (17. október 2018). „Ariana Grande reveals she's suffering from anxiety after 'split' from Pete Davidson“. Mirror.
  28. Weiner, Zoë (11. júlí 2018). „Ariana Grande Reveals She's Been in Therapy for Over a Decade: 'It's Work'. Self.
  29. „Singer Ariana Grande Abandons Catholic Beliefs“. CathNewsUSA. 20. nóvember 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. ágúst 2019. Sótt 9. febrúar 2014.
  30. Ehrlich, Brenna (22. október 2014). „Ariana Grande Reveals Love for Gay Brother Frankie Made Her Question Catholic Faith“. MTV. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. febrúar 2020. Sótt 3. maí 2016.
  31. Peeples, Jason (16. ágúst 2014). „Ariana Grande Says Recording Song About Gay Affair Was 'Very Fun'. Advocate.com.
  32. Bruner, Raisa (27. febrúar 2017). „Watch Ariana Grande's Steamy, Diverse and Sex-Positive Video for 'Everyday'. Time. Sótt 3. janúar 2021.
  33. „Ariana Grande and Dalton Gomez's Relationship Timeline“. Entertainment Tonight (bandarísk enska). Sótt 19. maí 2021.
  34. Bailey, Alyssa (8. maí 2020). „Ariana Grande Confirms She's Dating Dalton Gomez With a Kiss in Her 'Stuck With U' Music Video“. ELLE (bandarísk enska). Sótt 19. maí 2021.
  35. „Ariana Grande nýgift“. mbl.is. 18. maí 2021.
  36. Saunders, Angel (6. október 2023). „Ariana Grande and Dalton Gomez Settle Divorce Weeks After Filing“. People.com. Sótt 6. október 2023.

Tenglar

breyta