Harry Potter (kvikmyndaröð)

Harry Potter-kvikmyndaröðin er röð framhaldsmynda sem byggjast á skáldsögunum um Harry Potter eftir J.K Rowling. Myndaröðin er átta kvikmyndir þar sem sú fyrsta er Harry Potter og viskusteinninn og sú síðasta Harry Potter og Dauðadjásnin - 2. hluti.

Allar kvikmyndir í röðinni voru framleiddar af David Heyman og dreift af Warner Brothers. Með aðalhlutverk fara Daniel Radcliffe sem Harry Potter, Rupert Grint sem Ron Weasley og Emma Watson sem Hermione Granger. Fjórir leikstjórar hafa leikstýrt myndunum; Chris Columbus, Alfonso Cuáron, Mike Newell og David Yates.

Harry Potter-kvikmyndaröðin er tekjuhæsta kvikmyndaröð allra tíma, með samtals 7,6 milljarða bandaríkjadala í tekjur. Allar átta kvikmyndirnar í röðinni öfluðu meira en 790 milljóna bandaríkjadala í tekjur.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.