Lady Gaga

bandarísk söngkona, lagahöfundur og leikkona

Stefani Joanne Angelina Germanotta (f. 28. mars 1986), sem er betur þekkt undir listamannsnafni sínu Lady Gaga, er bandarísk söngkona, lagahöfundur og leikkona. Hún er þekkt fyrir reglulega endursköpun á ímynd sinni og fjölhæfni sína í skemmtanaiðnaðinum. Gaga byrjaði að koma fram sem unglingur þar sem hún söng á opnum hljóðnemakvöldum og lék í skólaleikritum. Hún stundaði nám við Collaborative Arts Project 21, í gegnum New York University Tisch School of the Arts, áður en hún hætti í námi til að eltast við feril í tónlist. Eftir að Def Jam Recordings rifti samningi við hana starfaði hún sem lagahöfundur fyrir Sony/ATV Music Publishing þar sem hún skrifaði undir samning við Interscope Records og KonLive Distribution árið 2007. Gaga sló í gegn ári síðar með fyrstu breiðskífu sinni, The Fame, og smáskífum hennar „Just Dance“ og „Poker Face“ sem komust í efsta sæti vinsældalista. Platan var síðan endurútgefin 2009 og innihélt þá stuttskífuna The Fame Monster. Af þeirri plötu komu vinsælu smáskífurnar „Bad Romance“, „Telephone“ og „Alejandro“.

Lady Gaga
Lady Gaga á innsetningarathöfn Joe Biden árið 2021
Fædd
Stefani Joanne Angelina Germanotta

28. mars 1986 (1986-03-28) (38 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • tónskáld
  • leikari
  • aðgerðarsinni
Ár virk2001–í dag
Stofnun
Foreldrar
  • Cynthia Bissett
  • Joseph Germanotta
FjölskyldaNatali Germanotta (systir)
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • píanó
Útgefandi
Vefsíðaladygaga.com

Næstu fimm plötur Gaga fóru allar beint í efsta sæti bandaríska Billboard 200 vinsældalistans. Önnur breiðskífa hennar, Born This Way (2011), kannaði raf-rokk og teknó-popp og seldist í yfir milljón eintaka fyrstu vikuna. Titillag plötunnar sló metið yfir það lag sem seldist hraðast á iTunes Store, með yfir eina milljón niðurhöl innan við viku. Í kjölfar þriðju plötu hennar, Artpop (2013), sem kannaði EDM, og aðalsmáskífu plötunnar, „Applause“, gaf Gaga út djassplötuna Cheek to Cheek (2014) með Tony Bennett og mjúkrokkplötuna Joanne (2016). Hún fór svo að leika í kvikmyndum og þáttum og vann verðlaun fyrir aðalhlutverk sín í smáseríunni American Horror Story: Hotel (2015-2016) og tónlistarmyndinni A Star Is Born (2018). Framlög hennar til plötu tónlistarmyndarinnar innihalda smáskífuna „Shallow“, sem sló í gegn og gerði hana að fyrstu konu til að vinna Óskarsverðlaun, BAFTA-verðlaun, Golden Globe-verðlaun og Grammy-verðlaun á einu ári. Gaga sneri aftur í danspoppið með sjöttu breiðskífu sinni, Chromatica (2020), sem gaf af sér vinsælu smáskífuna „Rain on Me“. Árið 2021 gaf hún út sína aðra samstarfsplötu með Bennett, Love for Sale, og lék í kvikmyndinni House of Gucci.

Gaga er ein af söluhæsta tónlistarfólki heimsins, með um 170 milljón plötur seldar, og eina konan til að eiga fjórar smáskífur sem hafa selst í a.m.k. 10 milljónum eintaka á heimsvísu. Meðal verðlauna og viðurkenninga sem hún hlotið eru 13 Grammy-verðlaun, tvö Golden Globe-verðlaun, 18 MTV Video Music-verðlaun, verðlaun frá Songwriters Hall of Fame og Council of Fashion Designers of America, auk viðurkenninga sem listamaður ársins (2010) og kona ársins (2015) hjá Billboard. Hún hefur einnig verið talin með í nokkrum listum Forbes og var í fjórða sæti Greatest Women in Music lista VH1 (2012). Time útnefndi hana sem eina af 100 áhrifamestu einstaklingum heimsins árin 2010 og 2019 og setti hana á All-Time 100 Fashion Icons lista þeirra. Góðgerðastörf hennar og aktívismi fjalla helst um geðheilbrigði og réttindi hinsegin fólks. Hún rekur eigin góðgerðarsamtök, Born This Way Foundation, sem styður við geðheilsu ungs fólks. Viðskiptastarfsemi hennar er meðal annars Haus Labs, vegan snyrtivörufyrirtæki sem kom á markað árið 2019.

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta

Leikarahlutverk

breyta

Kvikmyndir

breyta

Sjónvarp

breyta

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Lady Gaga“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. júní 2023.

   Þessi tónlistargrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.