Franz Joseph Haydn (31. mars eða 1. apríl 1732 - 31. maí 1809), oftar kallaður einfaldlega Joseph Haydn, var austurrískt tónskáld á klassíska tímabilinu. Hann hefur meðal annars verið nefndur „faðir sinfóníunnar“ og „faðir strengjakvartettsins“. Hann bjó alla sína ævi í Austurríki og meirihluta starfsævi sinnar vann hann fyrir hina ríku Eszterházy fjölskyldu á hinu afskekkta setri þeirra. Sú einangrun frá umheiminum og öðrum tónskáldum mikinn hluta ferilsins, að hans eigin sögn, neyddi hann til þess að vera frumlegur. Meðal helstu áhrifavalda Haydns voru C.P.E. Bach og Gluck, en áhrif Haydns sjálfs náðu til nær allra tónskálda sem á eftir honum komu. Helst ber þó að nefna Beethoven, sem hann kenndi í nokkur ár og í raun má segja að í upphafi ferils síns hafi Beethoven hálfgert verið að herma eftir Haydn og Mozart. Þjóðsöngur Þýskalands, Þýskaland ofar öllu, má teljast hans þekktasta verk.

Joseph Haydn á mynd, málað af Thomas Hardy 1792