Skálholtsbiskupsdæmi

Skálholtsbiskupsdæmi – eða Skálholtsstifti – voru þær kirkjusóknir sem heyrðu undir Skálholtsbiskup á Íslandi. Biskupsdæmið var stofnað af fyrsta íslenska biskupinum, Ísleifi Gizurarsyni árið 1056, og náði upphaflega yfir allt landið. Árið 1106 var Hólabiskupsdæmi stofnað og náði það yfir sóknir í Norðlendingafjórðungi frá HrútafirðiLanganesi.

Til 1104 heyrði biskupsdæmið undir erkibiskupsdæmið í Brimum-Hamborg, en það ár var það fært undir erkibiskupsdæmið í Lundi á Skáni sem þá heyrði undir Danmörku. Árið 1153 var stofnað nýtt erkibiskupsdæmi í Niðarósi í Noregi og urðu bæði biskupsdæmin Hólar og Skálholt hlutar þess. Erkibiskupsdæmið í Niðarósi var lagt niður með kirkjuskipan Kristjáns 3. 1537.

Geir Vídalín var vígður Skálholtsbiskup 1797, en hann fluttist ekki í Skálholt, heldur bjó áfram á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Árið 1801 var biskupsstóllinn í Skálholti formlega lagður niður og um leið voru bæði biskupsdæmin sameinuð í eitt biskupsdæmi sem náði yfir allt landið, en biskup hafði aðsetur í Reykjavík.

Tengt efni

breyta