Sjö undur veraldar
Sjö undur veraldar er listi yfir sjö merk mannvirki við Miðjarðarhafið í fornöld. Elsta útgáfan af listanum er frá 2. öld f.Kr. en hann gerði Antípatros frá Sídon, en hann er sá elsti sem vitað er um sem bjó til lista um furðuverkin sjö. Talan sjö var valin því hún var talin kyngimögnuð í þá daga.
Í dag er ekkert eftir af þessum verkum, nema Pýramídinn sem stendur enn. Það er líka sérstaklega merkilegt þar sem þeir eru langelstir af öllum furðuverkunum. Hin fjögur síðustu voru öll reist á helleníska tímanum. Hengigarðarnir og Seifsstyttan voru reist á forngríska tímanum, en það er ekki vitað fyrir víst hvenær Pýramídinn mikli var nákvæmlega reistur og er það mikið deiluefni enn í dag.
Listinn er fyrst og fremst að upphefja grísk byggingarafrek, aðeins tvö undrin á listanum eru ekki þaðan, þ.e. Hengigarðarnir í Babýlon og Vitinn í Faros. Þar sem Risinn í Ródos stóð í aðeins 50 ár gátu fáir af þeim sagnariturum sem sögðu frá undrunum sjö séð hann í raun. Þess vegna var Antipater með Ishtarhliðið í hans stað í fyrstu útgáfu af hans lista. Aðrir eldri listar hafa t.d. tekið Veggi Babýlons.
Sjö undur veraldar
breyta- Pýramídinn mikli í Giza (almennt talinn frá 25. öld f.Kr.)
- Hengigarðarnir í Babýlon (6. öld f.Kr.)
- Seifsstyttan í Ólympíu (5. öld f.Kr.)
- Artemismusterið í Efesos (6. öld f.Kr., endurbyggt á 3. og 4. öld)
- Grafhýsið í Halikarnassos (4. öld f.Kr.)
- Risinn á Ródos (3. öld f.Kr.)
- Vitinn í Faros við Alexandríu (3. öld f.Kr.)