Ég heiti Kristján Rúnarsson. Ég er alinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur, en stunda nú tónlistarnám í Hollandi. Áður stundaði ég nám við Menntaskólann í Reykajvík (Eðlisfræðideild), Tónlistarskólann í Reykjavík (á klarínett, með píanó, óbó, básúnu og söng sem aukagreinar), og Háskóla Íslands (í japönsku). Ég er einn stjórnenda þessarar íslensku deildar Wikipedíu, en hef einnig unnið við þá ensku. Þó vinn ég langmest á ensku Wikiorðabókinni. Megináhugasvið mín eru tónlist, tungumál og tölvur, en af fleiri áhugamálum mínum má nefna shōgi (japanska skák), lögfræði (helst stjórnskipunarrétt) og fantasíubókmenntir.
Meiri upplýsingar um mig er að finna á notandasíðu minni á ensku Wikipedíunni.