Anime
Anime (アニメ) eða japanskar teiknimyndir er sá flokkur teiknimynda sem framleiddur er í Japan og byggir á sama teiknistíl og japanskar myndasögur, manga. Mikið af anime þáttaröðum og kvikmyndum eru framleiddar fyrir yngri kynslóðina en einnig eru framleitt blóðugra og grófara efni en það sem vestrænn hugsunarháttur á við að venjast. Þó má ekki misskilja það á þann hátt að allt anime sé gróft og blóðugt. Mikill hluti af þess eru rómantískar sögur og drama. Anime er eins og manga flokkað niður eftir efni, til að mynda Shōnen fyrir pilta á unglingsárum og Shōjo fyrir stúlkur á svipuðum aldri, ecchi eða hentai er svo erótískt efni. Þetta er þó ekki tæmandi listi yfir hina ýmsu flokka af anime.
Flokkar
breytaHægt er að flokka anime niður í þrjár megingerðir:
- Myndir — Bíómyndir eða sjónvarpsmyndir með samhangandi söguþræði. Þær eru yfirleitt betur fjármagnaðar og vandaðri en sjónvarpsþættir. Dæmi: Spirited Away, Princess Mononoke.
- OVA — (Original Video Animation) Stuttar þáttaraðir, oft 1-10 þættir með samhangandi söguþræði og eru oft framleiddar upp úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum. Dæmi: FLCL (Furi Kuri), Oh My Goddess! og Hellsing (OVA)
- Sjónvarpsþættir — Algengasta gerð anime. Hver þáttaröð telur fleiri þætti en OVA, yfirleitt fleiri en 24. Dæmi: Azumanga Daioh, Pokémon, Naruto og Hellsing (þættir).
Tengt efni
breytaYtri tenglar
breyta- Manga á Hugi.is Íslenskar umræður og greinar um japanskar teiknimyndir og myndasögur