Manga

teiknimyndabækur og myndasögur frá Japan

Manga (漫画 eða まんが) er japanska og er haft um teiknimyndabækur og prentaðar myndasögur. Utan Japan eru þær einnig kallaðar Manga eða japanskar teiknimyndabækur. Manga-sögur (möngur) þróuðust við blöndun ukiyo-e og hinum vestræna teiknistíl (að miklu leyti frá Disney) og tóku þær á sig núverandi mynd stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina. Þær eru oftast prentaðar í svarthvítu, en stundum er kápan og nokkrar af fyrstu síðunum í bókinni í lit.

Mynd af Wikipe-tan, Manga-lukkudýri Wikipedia.

Þær manga-sögur sem njóta vinsælda er oft breytt í anime og er það gert til að þær höfði til stærri markhóps. Þótt það sé ekki eins algengt er anime seríum stundum breytt í manga (og má þar helst nefna Neon Genesis Evangelion).

Bókstaflega mætti þýða manga sem „handahófskenndar myndir“. Orðið komst fyrst í almenna notkun seint um 18. öld þegar verk eins og myndabókin „Shiji no yukikai“ eftir Santo Kyoden (1798) og „Myndir hundrað kvenna“ eftir Aikawa Minwa, sem hafði að geyma fjölda mynda úr teiknibókinni frægu ukiyo-e eftir listamanninn Hokusai. Hinsvegar var giga (sem þýðir bókstaflega „fyndnar myndir“) teiknuð af ýmsum listamönnum um 12. öld, og voru líkar manga að því leyti að mikil áhersla var lögð á að segja sögu og notast við einfaldar og listrænar línur.

Tengt efni breyta

   Þessi anime/mangagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.