Vikivaki

(Endurbeint frá Vikivakar)

Vikivaki er forn hringdans sem stundaður hefur verið á skemmtunum um öll Norðurlönd frá miðöldum til okkar daga. Orðið vikivaki er notað ýmist um dansinn, kvæðin sem sungin eru undir dansinum eða „gleðir“ - skemmtanir þar sem slíkur dans er stundaður. Þekktasti vikivaki nútímans er eflaust dansinn sem er stiginn á Ólafsvöku í Færeyjum við söguljóðið Orminn langa síðustu helgina í júlí ár hvert.

Kvæðin

breyta

Nú á dögum er hugtakið vikivaki regnhlífarhugtak yfir sagnadansa (epísk miðaldadanskvæði frá Mið-Evrópu sem dreifðu sér um öll Norðurlönd), vikivakakvæði (lýrísk kvæði, ort af Íslendingum), vikivakaleiki og aðra íslenska dansleiki.

Vikivakar hafa yfirleitt viðlag en stuðlar og höfuðstafir eru óreglulegir, einkum í sagnadönsum. Þó eru bragreglur í fastari skorðum í vikivakakvæðum, frumortum af Íslendingum.

Dansinn

breyta

Á Ólafsvöku stendur einn forsöngvari á miðju gólfi og kveður en allir taka undir í viðkvæði.

Vikivaki er oft í heimildum einungis kallaður „dans“ og kvæðin „danskvæði“. Vikivaki er yfirleitt hringdans, þar sem þátttakendur haldast í hendur eða hver um axlir annars og stíga tvö dansspor til vinstri og eitt til hægri, með ýmsum breytum, svo sem að stappa í gólfið í áttunda hverju spori. Þegar löng kvæði eru sungin undir er gjarnan stigið fastar í gólfið þegar kemur að dramatískum augnablikum í sögunni.

Dæmi um þekkta vikivaka

breyta

Dæmi um þekkta vikivaka eru t.d:

Annað

breyta
  • Vikivaki er stiginn í lokaatriði kvikmyndarinnar Dalalíf.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hvað er vikivaki?“. Vísindavefurinn.