Máninn hátt á himni skín

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist

Máninn hátt á himni skín er danskvæði eða vikivaki eftir Jón Ólafsson (1850-1916) ritstjóra og alþingismann. Kvæðið orti Jón einungis 21 árs gamall. Kvæðið var fyrst sungið á gamlárskvöld árið 1871 þegar stúdentar Menntaskólans í Reykjavík gengu fylktu liði í álfabúning að Tjörninni í Reykjavík sem þá var ísilögð. Þar slógu stúdentar í hringdans á Tjörninni austanverðu.

Kvæðið er enn í dag oft sungið á gamlárskvöld og á þrettándanum undir hringdansi við færeyskt/íslenskt þjóðlag. Lagið má finna í Íslenskum þjóðlögum Bjarna Þorsteinssonar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.