Ásudans er íslenskt miðaldadanskvæði, vikivaki eða sagnadans. Ásudans er lengsti sagnadansinn sem finnst hér á landi og jafnframt einn sá vinsælasti. Það sést á þeim fjölda handrita sem varðveitir dansinn. Ásu dans finnst hvergi erlendis og verður því að teljast séríslenskur sagnadans. Laglínan sem iðulega hefur verið sungin við Ásudans síðustu áratugi er varðveitt í Melodiu, handriti frá árinu 1650, varðveitt í Kaupmannahöfn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.